Gvöð minn góður!!!
Það er eitthvað fyrir utan gluggann minn! Eitthvað stórt! Eitthvað svart! Eitthvað sem er örugglega loðið!
Ég lít út um gluggann en rósótt gluggatjöldin byrgja sýn mína.
Hvað var þetta? Ég heyrði þrusk!
“Halló” kalla ég. Ég finn húð mína gæsast upp. Ég finn kaldann hroll renna niður hrygg minn. Hann flýtur niður, niður og stoppar þegar hann er kominn að tánum mínum. Örugglega því hann kemst ekki lengra. Eða kannski vill hann ekki lengra. O jæja, það kemur annar skömmu seinna hvort sem er.
Fyrirbærið hreyfist! Eða hreyfðist ég bara?
“Hvað er í gangi?” spyr ég sjálfa mig. Þá fatta ég það.
“Jaaaáá… afhverju datt mér það ekki í hug áður. Það er greinilega úlfur fyrir utan gluggann minn.”
Ég sé það greinilega núna. Hvað annað gæti verið svona stórt og svart. Ég get næstum því séð móta fyrir eyrunum, en hann er auðvitað með eyrun lögð niður svo hann þekkist ekki, skiluru.
Eftir að hafa komist að því að þetta sé úlfur fer ég að pæla aðeins í honum. Hvað heitir hann? Hvað er hann að gera hérna? Á hann fjölskyldu? Er hann vinsæll í úlfabænum sínum? Hvar er úlfabærinn hans? Afhverju er hann ekki þar?
Allar þessar spurningar engjast um inní mér. Togsteitan reynir að rífa mig í sundur. Mig langar að spyrja hann en ég er hrædd um að hann éti mig.
Að lokum hefur forvitnin yfirhöndina og allar þessar spurningar velta útúr munni mínum, allar í einu.
Ég bíð spennt í 36 sekúntur og bæti síðan við einni spurningu: Talaru íslensku?
Ég bíð í aðrar 36 sekúntur en fæ ekkert svar. En ég get túlkað margt úr þögninni. T.d. get ég túlkað að hann heitir Gráfrjóungur, honum finnst gaman að vera fyrir utan gluggann minn og er þar oft, hann er ekkill og á 5 úlfúnga og eina ættleidda önd, hann er frekar svalur en í úlfabænum hans eru allir frekar svalir, svalari en hann, ég túlka að úlfabærinn hans sé í Budapest, rétt austan við Sztaki og að í úlfabænum hans er það bannað með lögum að vera ekill, lögreglan hefur tekið hann í misgripum haldandi að hann væri ekill en ekki ekkill og var hann því gerður brottrækur úr úlfabænum. Og nei, hann talar ekki íslensku.
Eftir að hafa túlkað þessa ævisögu fer ég að venjast þessum grimma úlfi. Hann er orðinn vinur minn. Hann er ljós í annars niðdimmum heimi. Hann liftir mér upp. Hann liftir mér upp svo ég geti staðið á fjöllum, hann liftir mér upp til að ganga á stormasömum sjó, ég er sterk þegar ég er á öxlum hans, hann liftir mér upp til að vera meiri en ég er.
Ég ákveð að nú sé kominn tími til að fara út að tala við hann. Ég stend uppfrá tölvunni, príla oní skónna og tek í hurðahúninn. Ég finn fyrir undarlegri tilfynningu í maganum. Eins og það séu hundrað fiðrildi í maganum mínum, öll í einum risastórum slag. Þá rennur það upp fyrir mér, ég elska Gráfrjóung. Ég elska hann. Ég strýk yfir hár mitt og geng úr skugga um að það sé í góðu ástandi. Ég toga í hurðina og geng útum dyrnar. Fiðrildin í maganum virðast vera rífa vængina af hvorum öðrum. Ég lít upp á staðinn þar sem ég sá úlfinn minn í gegnum gluggatjöldin.
En… en… hvar er hann?
Æ ekki aftur!!!
Helvítis gasgrill!!!