Tekatlaland er lítið land staðsett milli Hafnafjarðar og Garðabæjar, þar búa Navar. Navar eru sem sagt íbúar Tekatlalands. Húsin í Tekatlandi eru í laginu eins og Teketill, og allt innanstokks þar er grænt, blátt eða jafnvel fjólublátt. En Navar [Íbúar Tekatlalands] sjá allt í gulu. Navar eru rólyndisverur og hafa mikið gaman af því að dansa polka og syngja bræðralagssöng skáta. Navar lifa eftir sérstökum siðareglum, mjög líkt siðum afrískra ættbálka, og til að fá að lifa með þeim verðuru að vera samþykkt/ur af höfðingja þeirra sem heitir Von Valsenhoff. Til að fá samþykki hans verðuru annað hvort að gera eitthvað góðverk í þágu ættbálkarins, gefa þeim stóra gjöf eða bjarga eitthverju. Það sem höfundur og nokkrir aðrir gerðu einmitt. Við björguðum litlu Navabarni úr brennandi rústum og þess vegna megum við búa í Tekatlalandi í framtíðinni. Í Tekatlalandi ríkir sátt og samlyndi en það er samt rosalega stéttaskipting þar, ég ætla hérna að telja hana upp: Hæðstur er höfðinginn [Höfðingjatitillinn erfist]
Næst koma prestar Navanna, svo koma tannlæknar, svo bændur og síðastir í röðinni eru Júllarnir, Júllar eru menn sem bera annað fólk á herðunum vegna þess að í Tekatlalandi eru engir bílar, þess vegna koma Júllar í stað bíla. Navar trúa á þrjá guði Oliver, Tóbías og Geir. Oliver stjórnar veðrinu, Tóbías matnum og Geir stjórnar frjósemd ættbálksins. Júllar þurfa í lok vinnudags þeirra að þrífa búrinn þeirra [Oliver, Tobías og Geir eru allir menn frá Eskifirði sem voru teknir til fanga til að verða guðir í Tekatlalandi]. Það er mikið um Tannlækna í Tekatlalandi vegna þess eins og allir vita borða þeir mest af nammi af öllum þjóðum í heiminum, en þeir eru samt ekki feitir, þvert á móti eru Navar allir mjög líkamlega vel á sig komnir og íþróttaiðkun er mikil meðal, barna, ungmenna jafnt sem fullorðna. Bændur í Tekatlalandi eru ekki eins og venjulegir bændur, þeir eru ekki beljubændur eða memebændur neeiii þar skjátlaðist þér! Í Tekatlalandi eru ræktaðar blöðrur, þar eru stórir akrar fullir af blöðrum. Þér finnst þetta kannski stórfurðulegt og eiginlega bara frekar ótrúlegt, en þetta er satt? En ég ráðlegg þér að kíkja samt ekki til Tekatlalands nema þú sért að fara að bjarga einhverjum annars gætu þeir gefið þig sem fórn til Guðanna, Tóbías, Olivers og Geirs.
Þennan pistil samdi vinkona mín og mig langaði að deila henni með ruslaköllum eins og ykkur.