já… mínar niðurstöður, fengnar með eins vísindalegri aðferð og aðstæður huglægs mats bjóða upp á voru svohljóðandi…
Viðfang/tilraunadýr A: Doktor Api
Allir vökvar voru drukknir við staðalaðstæður (STP)eftir góða kælingu, voru líklega við um það bil 278 Kelvin.
Breyta 1:
Coca-Cola, úr 2 rúmdesímetra plastíláti
Pepsi Cola, úr 2 rúmdesímetra plastíláti
_________________________
Niðurstaða smökkunartilraunar: Pepsi úr 2 rúmdesímetra plastflösku er betra á bragðið en hið fyrrnefnda. Mjótt á mununum þó.
Breyta 2:
Coca-Cola, úr 1 rúmdesímetra plastíláti
Pepsi Cola, úr 1 rúmdesímetra plastíláti
_________________________
Niðurstaða smökkunartilraunar: Pepsí úr 1 rúmdesímetra plastflösku er betra á bragðið en hið fyrrnefnda.
Breyta 3:
Coca-Cola, úr 0,5 rúmdesímetra plastíláti
Pepsi Cola, úr 0,5 rúmdesímetra plastíláti
_________________________
Niðurstaða smökkunartilraunar: Pepsí úr 0,5 rúmdesímetra plastflösku er betra á bragðið en hið fyrrnefnda.
*Ath. Coca-Cola bragðaðist markvert verr úr 0,5 rúmdesímetra plastumbúðum en hinum.*
Breyta 4:
Coca-Cola, úr 0,5 rúmdesímetra álíláti (dós)
Pepsi Cola, úr 0,5 rúmdesímetra álíláti
_________________________
Niðurstaða smökkunartilraunar: Coke úr 0,5 rúmdesímetra álíláti bragðaðist betur en sambærilegt Pepsí.
Breyta 4:
Coca-Cola, úr 1/3 rúmdesímetra álíláti (dós)
Pepsi Cola, úr 1/3 rúmdesímetra álíláti
_________________________
Niðurstaða smökkunartilraunar: Coke úr 1/3 rúmdesímetra álíláti bragðaðist betur en sambærilegt Pepsí.
Breyta 6:
Coca-Cola, úr 1/3 rúmdesímetra gleríláti
Pepsi Cola, úr 1/3 rúmdesímetra gleríláti
_________________________
Niðurstaða smökkunartilraunar: Coke í 1/3 rúmdesímetra glerílátum bar af sambærilegu sýni af Pepsi í þessum lið tilraunarinnar. Það hreppir einnig efsta sæti í þessum lista yfir gerðir gosdrykkja.
Heildarniðurstöður tilraunar: Úrtak könnunar gefur til kynna að almennt hefur Pepsi vinninginn þegar drykkurinn kemur úr plastílátum. Hefur það í för með sér að Pepsi-Cola er að líkindum drukkið í stærri stíl en Coca-Cola í úrtakinu, þar sem plastílátin eru þau stærstu og þar með hagkvæmustu einingarnar sem í boði eru. Það að Pepsi-Cola er lítillega ódýrara en Coca-Cola rennir frekari stoðum undir það. Þó má ekki gleyma að Coca-Cola þykir standa áberandi upp úr hvað varðar glerformið, þannig að ‘úrslitin’ ef hægt er að tala um nokkuð slíkt í vísindalegri könnun hljóta að verða hnífjöfn.
Með fyrirfram þökk, Doktor Api