Reismaðurinn (homo erectus)

Þriðji liðurinn í þróunarsögu mannsins var reismaðurinn (homo erectus) hann kom á eftir hæfimanninum(homo habilis) og á undan hinum vitbornu mönnum og hann mun vera umfjöllunarefni þessarar ritgerðar.

Reismaðurinn (homo erectus) bjó í hellum sem var gott því það var skjól gegn veðrum og villidýrum. Þeir voru fyrstu mennirnir til að kunna að fara með eld sem hefur vafalaust fært þeim þvílíka yfirburði, þó kunnu þeir ekki að kveikja eld heldur biðu þeir eftir að elding kveikti í runna og fluttu eldinn þaðan. Einnig voru þeir lagnir við verkfæragerð og þróuðu þau vopn og verkfæri mikið. Þeir höfðu mun stærri heila en forverar sínir og þeir nýttu hann. Reismaðurinn (homo erectus) bjó í öllum heimsálfunum nema Ameríku. Þeir voru frekar hávaxnir mennirnir voru u.þ.b. 180 cm á hæð en konurnar voru u.þ.b. 160 cm á hæð, þá voru mennirnir um 66 kg á þyngd en konurnar 56 kg. Heili þeirra var 74% af stærð nútímamanna. Þeir borðuðu mikið af kjöti. Reismaðurinn (homo erectus) veiddi sér til matar með því að hlaupa á eftir dyrunum þar til þau dóu úr örmögnun. Meðan þeir bjuggu bara í Afríku voru þeir kallaðir homo ergaster en þegar þeir fluttust í hinar heimsálfurnar breyttist nafn þeirra í homo erectus.

Reismaðurinn hafði grannar mjaðmir og langa fótleggi svo hann var mjög hæfur til að ferðast langar vegalengdir fótgangandi. Í Asíu er talið að Reismaðurinn hafi lifað í bambusskógum og búið sér til verkfæri úr bambus. Til dæmis er talið að hann hafi notað spjót til þess að veiða dýr sem lifðu aðeins uppi í trjánum. Ef maður mundi líkja reismanninum við einhvern í dag mundi það sennilega vera masíarnir frá Keníu. Fullkomnasta eintakið af reismannaleifum sem hefur fundist til þessa fannst í 1984 af Alan Walker og Kamoya Kimeu í Nariokotome í West Turkana sem er í Keníu.

Reismaðurinn var lengi hæfasta lífvera jarðarinnar en eins og allaf kom fullkomnari gerð. Hann var þó einstakur að mörgu leiti til t.d. að hann var fyrsta lífveran sem kunni að nýta sér eld og fleira.

Heimildir:
http://www.bbc.co.uk/science/cav emen/factfiles/homo_ergaster_erectus.shtml
http://www. bbc.co.uk/science/cavemen/chronology/contentpage3.shtml