Þetta byrjaði á föstudeginum 13. Júní. Ég var nýbúinn að klára 10. bekk ég var hæstur í öllu. Ég var búinn að fá inn í MR og lífið blasti við mér. Við vinirnir ætluðum í ferðalag til að fagna því að vera búnir með grunnskólann. Við buðum með okkur nokkrum krökkum þeim Daða , Kötlu , Eyrúnu og Sæunni. Svo fóru auðvitað ég og besti vinur minn Bjarki. Við fórum með rútu frá BSÍ og ákváðum að fara á Langanes á bæ sem hét Hrollaugsstaðir. Þar sem afi minn átti heima en nú var þar bara eyðibýli. Þegar við komum þangað var frábært veður og sólin skein í heiði. Við settumst í grasið og virtum fyrir okkur útsýnið það var ótrúlega fallegt. Við fundum svolítinn hvamm sem við tjölduðum. Næst ákváðum við að fara í göngutúr um svæðið. Við gengum að eyðibýlinu , settumst á stein og horfðum á sólina setjast. „Hvaða ljós er þetta þarna úti á sjónum?“ sagði Eyrún skyndilega. Við litum öll þangað sem hún hafði bennt. Þá sáum við það , ljósið sem stefndi í átt til okkar. Við sáum að þetta var bátur. Við ákváðum að ganga í þá átt sem við héldum að hann kæmi að landi og földum okkur bak við háa steina. „Krakkar , þetta er ekki skip þetta er kafbátur“ sagði ég skyndilega. „Hættu að bulla Stefán“ sagði Daði. „ Jú þetta er kafbátur meira að segja rússnenskur“ sagði Sæunn. Þegar kafbáturinn kom að landi stigu rússneskir hermenn upp úr honum og töluðu eithvað mál sem við skildum ekki. Við steinþögðum. Þeir byrjuðu að bera einhverja kassa inn í helli þarna nálægt. Eftir svona tvo tíma voru allir kassarnir komnir inn í hellinn. Þá gengu rússnesku hermennirnir í átt að eyðibýlinu. Við vorum öll svo forvitin að við ákváðum að fara inn og kíkja aðeins í kassanna. Þannig að við gengum inn í hellinn en allt í einu heyrðist hátt brak og við öskruðum öll nema Bjarki því hann sagði: „ Ég steig á þetta“ og lyfti brotinni hauskúpu upp. En í sömu andrá heyrðum við í hermönnunum koma labbandi í átt að hellinum. Við steinþögnuðum og reyndum að fela okkur en Eyrún og Daði voru ekki nógu snör í snúningum og því sáu hermennirnir þau er þeir gengu framhjá hellismunanum. Hermennirnir stukku á þau og tóku þau til fanga og færðu ofan í kafbátinn. Þegar hermennirnir voru farnir úr hellinum stigum við fram úr felustöðum okkar. Við vissum ekkert hvað við áttum að gera en við ákváðum að reyna að bjarga þeim þrátt fyrir að við vissum að við gætum látið lífið. En fyrst ákváðum við að líta ofan í kassana. Þar sáum við helling af flugeldum. Við laumuðumst í kafbátinn og fundum Eyrúnu og Daða bundin við stóla. En þá heyrðum við í vélinni fara af stað. Við vissum ekki hvað við ættum af okkur að gera. „Vaknaðu Stefán minn vaknaðu“ kallaði Sif. „Ég er að kom mamma hrópaði ég“. Hvílíkur draumur hugsaði ég. Ég drattaðist fram og settist við eldhúsborðið fékk mér súmjólk og púðursykur. Núna þegar ég geng í skólan hugsa ég um það hvað krakkranir segi þegar ég segi þeim frá þessum asnalega draumi. Þú veist , að vera komin í 6. bekk og vera enþá að dreyma svona bull.
Úff…veit ekki, spái ekki, skil ekki…er það svar??