Ég ákvað að skrifa um Írland í þessari ritgerð af því að mér þykir það skemmtilegt og áhugavert land. Írar eru líka sagðir vera skemmtileg þjóð og ég vildi endilega kynnast þessu landi betur.
Írland er eyja í Vestur-Evrópu sem skiptist í tvo hluta, Írland og Norður-Írland. Írland er 70.284 ferkílómetrar að stærð en Norður- Írland er öllu minna. Írland er sjálfstætt ríki en Norður-Írland er hluti af Stóra Bretlandi. Írland er næststærsta eyja Bretlandseyja og er láglend með miklu mýrlendi, heiðum og vötnum. Höfuðborg Írlands er Dublin og þar búa 1,5 milljónir en aðrar helstu borgir á Írlandi eru Cork og Limerick. Á Írlandi búa 3.519.000 manns en einnig búa margir afkomendur Íra í Bandaríkjunum og á Bretlandi eftir að það varð hrikalegur uppskerubrestur á árunum 1846 – 1848 sem hrakti rúmlega 2 milljónir manna frá Írlandi. Fyrir þann tíma var fólksfjöldi kominn upp í 8.25 milljónir en það var hrikalega mikið af fólki sem dó í þessari plágu.
Á Írlandi er temprað úthafsloftslag, sem þýðir að þar eru sumrin svöl, veturnir mildir og óstöðugt veðurfar. Írland er lýðveldi sem varð sjálfstætt árið 1921 og var áður búið að vera undir stjórn Breta í margar aldir.
Helstu atvinnuvegir á Írlandi eru iðnaður og matvælaiðnaður. Einnig er mikill landbúnaður á Írlandi og eyjan er oft kölluð eyjan græna vegna þess að hún er að mjög miklum hluta graslendi. Það er mikið atvinnuleysi á Írlandi. Írar tala tvö tungumál, írsku og ensku og nær allir landsmenn hafa vald á báðum tungumálunum. 91% Íra eru kaþólskir en á Norður-Írlandi hafa lengi verið átök á milli kaþólskra og mótmælenda.
Helstu sérkenni Írlands finnst mér vera rautt hár, búálfasögur og svo er það líka græni liturinn sem er einkennislitur Írlands. Írar hafa aldrei skarað fram úr á neinn sérstakan hátt í íþróttum fyrr en núna nýverið. Írar eiga nokkra frábæra fótboltamenn og þar ber hæst að nefna Damien Duff hjá Chelsea og Roy Keane fyrirliða Manchester United. Írar komust í 8-liða úrslit á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu árið 2002 og það er besti árangur þeirra í alþjóðaknattspyrnu. Írska knattspyrnudeildindeildin er ekki sterk og þeir sem eru mjög góðir fara flestir í atvinnumennsku á Bretlandi. Írskir golfvellir eru líka í heimsklassa og á hverju ári koma um 250.000 ferðamenn til Írlands í þeim tilgangi að spila golf.
Hljómsveitin U2 var stofnuð í Dublin árið 1976 og er enn að í dag. Meðlimir sveitarinnar eru flestir komnir rétt yfir fertugsaldurinn og eru gríðarlega vinsælir um allan heim og eru goð á Írlandi. Söngvarinn Bono er líka einn af þekktari mönnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann er sennilega frægasti núlifandi Írinn.
Þá er þessari ritgerð um Írland lokið og ég verð nú bara að segja að Írland var jafnvel áhugaverðara og skemmtilegra en ég hélt.