Einu sinni í villta vestrinu var kúreki að nafni Kalli, hann var einnig lögregla í litla bænum og fógetinn þar setti honum sum verk en það munaði alltaf litlu að hann yrði rekin. Hann var dáldið vitlaus en bjargaði stundum bænum sínum en stundum klúðraði hann gjörsamlega sumum hlutum og þá líkaði ekki fólki hann fyrr en hann hafði gert e-ð gott. En dag einn þá vakti fógetinn hann Kalla kúreka eldsnemma um morguninn og sagði að það barst tilkynning frá bæjarstjóranum. Hvað? sagði Kalli kúreki. Þá sagði fógetinn: Það var rænt gullmolanum fræga úr bankanum. Nú,sagði Kalli kúreki. Afhverju var hann geymdur í bankanum? Það eru nú til öruggari staðir! Eins og hverjir? Herra Kalli Kúreki, sagði fógetinn. Ja…… það veit ég ekki…. ókei ég er samt fyrir miklum vonbrigðum að sá sem átti að gæta bankans og gullmolans var ekki á staðnum.Já það er ég samála, því að ÞÚ áttir að gæta bankans!, sagði fógetinn. Ha? Ég?, sagði Kalli kúreki. Já þú! Þú mannst að ég sagði hver býður sig fram til að gæta bankans og gullmolans fræga! Sá stærsti sem hefur verið fundin hingað til! sagði fógetinn og horfði á Kalla kúreka með eitruðu augnaráði. Ja, uh ég eh, hafði annað að gera… sagði Kalli. Eins og hvað? Að sofa?, sagði fógetinn. Neineineineinei alls ekki, þverneitaði Kalli kúreki. (Kalli kúreki hugsaði: Hvernig vissi hann að ég var að sofa? Les hann kannski það sem maður hugsar) og á andlit Kalla kúreka færðist skrýtin, óttasvipur og hann sagði: Ja, ókei það var rétt hjá þér, en eins og allir segja að sofa nóg, og svo þurfti ég líka fegurðablund, og Kalli kúreki horfði stoltur á sig í merkinu sínu(löggumerkinu) ég er orðin miklu fallegri, sagði Kalli kúreki og Kalli kúreki speglaði sig vel ftur í löggumerkinu og glotti og sagði: Hehe, blundurinn kom sér að góðum notum. Kalli, þú áttir að sjá um bankan svo þú átt að finna gullsteininn! Ohhhhhhhhh…. Jæja þá, sagði Kalli kúreki, ég skal reyna að finna en ég er að fórna miklu! Eins og hverju? sagði fógetinn. Ja, ég ætlaði að fá mér fergðunar blund en ég verð víst að byrja, sagði Kalli kúreki og hann labbaði inn í kofan sinn og ákvað að pakka ýmislegu niður sem hann ætlaði að taka með. Næsta dag kom fógetinn við hjá honum og spurði hvað hann tók með. Ja, bara það nauðsynlegasta, sagði Kalli kúreki, mjög lítið, ég tók spegil, bursta, gamla styttu, dýnu og teppi, nokkrar spýtur og… Spýtur?!, spurði fógetinn. Já til að kveikja eld, sagði Kalli kúreki, maður nennir nú ekki að finna greinar og svona í rigningu tildæmis. Jæja þá þú þarft ekki að segja mér fleira, sagði fógetinn og Kalli setti töskurnar á bak sitt og hoppaði upp á hestinn sinn Kela og Keli rölti af stað.

FRAMHALD KEMUR FYRIR 11. DES.
he's very sexy