Hér segir saga um mann sem heitir Áki og þetta er um nútíman og gerist allt um kvöld en sagan byrjar á því að Áki er að skrifa bréf til frænda síns í Noregi sem heitir Kári.
Kæri Kári þetta er Áki, veðrið er fínt og mér líður vel. En ég þarf að segja þér frá einu sem ég sá í gegnum eitt lítið skráugat þetta byrjaði með því að ég var að labba niður Laugarveginn og ætlaði í bankann, honum lokaði klukkan 9 og klukkan var núna 1 mínúta yfir 9 ég var að vonast að bankinn væri ennþá opinn. En þegar ég kom að bankanum stóð stórum skýrum stöfum LOKAÐ. Ég ætlaði að halda á heimleið en þá heyrði ég e-ð inni í bankanum og ákvað að kíkja í gengum skráugatið. Og Kári þú átt aldrei eftir að giska hvað ég sá! Ég sá 3 ræningja 1 konu og 2 kalla. Konan var kölluð Bangsa-Beib mér fannst það skrýtið en það var stór og feitur kall hann var kallaður Stóri-Jón en, það var líka lítill og minni maður kallaður Litli-Jón. Mér fannst Bangsa-Beib frekar stjórnsöm þeir hlýddu henni bara.. Gerðu þetta Stóri-Jón sagði Bangsa-Beib og rétti honum allskyns tæki. En Litli-Jón var afskaplega aumur og rétti henni bara Stóra-Jón minnstu hlutinu og hann sagði vælinni röddu, sniff en ef sniff þeir ná okkur sniff og eitt tár kom niður. Þá sagði Bangsa-Beib. Æj þeigiði Litli-Jón. Vááááá hvað framtíðin blasir við mér ég borga forsetanum peningin og verð sjálf forseti sagði Bangsa-Beib. Þá sagði Stóri-Jón. Hvað verður um okkur. Þið verði þjónar. Þið getið ekki verið forsetar þið eruð svo vitlausir en haldið áfram að vinna svona hott hott.Áfram vinna sagði Bangsa-Beib En sagði Litli-Jón. EKKERT EN hrópaði Bangsa-Beib. Við erum að ná þessu sagði Bangsa-Beib. Kári veistu hvað ég var svo afskaplega ákveðinn en skíthræddur en ég náði ekki stjórn á mér og stökk inn, ég sko braut upp hurðina, já ég stökk inn og sagði þeim að hypja sig ef þeir færu ekki í burtu á 5 sek. Þá fóru þau öll að hlæja, það heyrðist HARR HARR HARR. Ég varð smá hræddur. Þá tók ég upp gsmann minn og sagði ef þið komið ykkur ekki frá peningarskápnum hringi ég í 112 og segji að þið eruð að ræna bankann, ég kom hingað fyrir að sækja pening en hvað fæ ég, ÉG FÆ EKKERT NEMA AÐ SKAMMA YKKUR OG SVO SKULUÐ ÞIÐ HYPJA YKKUR Á 5 SEK. OG HVERFA hrópaði ég og byrjaði 5, 4 og á 4 þá hlupu þau svo hratt í burtu að ég sá ekkert hvað gerðist af þeim þau sögðu bara bless og hlupu nema…………. Bangsa-Beib hún sagði. HA HAHA þú heldur að ég er hrædd við þig þá sagði ég þú færð 5 sek. 5,4,3,2,1 og núll. Ókei þú ræður ég stimplaði á gsmann minn 112 og gerði það hægt og róglega. Þá svaraði einhver og sagði. Neyðarlínan hér, þá sagði ég. Hmhm Halló þetta er Áki og ÞAÐ ER VERIÐ AÐ RÆNA BANKANN FLJÓTIR KOMIÐ Á LAUGARVEGINN hrópaði ég. Þá sagði Bangsa-Beib. ÓKEI ÓKEI ég fer og hún hljóp svo hratt. En í rauninni þá hringdi ég ekki ég bara þyktist. Ég hló, en þá hafði viðvörunar kerfið farið í gang og löggur komu inn, og miðuðu byssum að mér, ég var ótrúlega hræddur. Allar lögreglunar sögðu upp með hendur. Ég sagði þetta var ekki ég, þetta voru 3 bófar, Bangsa-Beib og 2 menn. Þá varð alveg hljóð. Sagðiru Bangsa-Beib spurði lögreglustjórinn. Já sagði ég þau voru að ræna skápinn og ég stöðvaði þau ég kom bara til að fara aðeins í bankann. Hmm tæknimenn lögreglunar eru að skoða myndbandið, og það var rétt hjá mér var sleppt. Ég fékk verðlaun frá Forsetanum sjálfum, ég fékk bikar og 100 þúsund krónur fyrir að verja sig og borgina. Hann sagði að ég væri svo góður að hrekja burt mestu eftirlýstu bófa á landinu burt en það var bara eftir að finna þá, ég sagði við forsetann. Ég get tekið það verkefni að mér og fundið þá. Ég fann alla bófana og Litli-Jói fór að gráta og sagði. Sniff ég vissi sniff það. Þeigiðu sagði Bangsa-Beib þá. Þeim var hent inn í fangelsi og ég var LÖGREGLA, nú sit ég og gæti bófana og skrifa þetta bréf til þín, já þetta byrjaði á Laugarveginnum klukkan 9 og þetta gerðist í gegnum eitt skráugat.Já kæri Kári minn ég veit að þetta er skrýtið en í fangelsinu þá skammar Bangsa-Beib,hún segir oftast. Ææææææ við lentum hér út af ykkur ófétin ykkar asnar og bjálfar. Verð að fara þau eru að kvarta mikið Þinn Áki knús og kossar.
he's very sexy