Rauðhetta
Einu sinni var stelpa sem hét Rauðhetta. Hún átti mjög veika ömmu þannig að mamma hennar sendi hana með körfu til ömmu sinnar. Í körfunni var alskonar nammi. Andrés blöð ,Vodka, Visky, Tekila, Landi, Suðusúkkulaði með sýrðum sardínum og fullt af Snickers (það er svona súkkulaði sem að ömmu fanst MJÖG gott). Svo lagði Rauðhetta af stað. Henni fannst ekkert gaman að þurfa að fara til leiðindar ömmu sem var alltaf að þykjast vera veik. En var alltaf drekkandi alskonar spíra sem var yfir 40%. Étandi nammi og horfa á bannaðar myndir sem bara ömmur máttu horfa á og ég tala nú ekki um þegar hún byrjar að hoppa í rúmminu. Svo þegar hún er orðin blindfull þá byrjar hún: Er það minn…..hikk…..eða þinn sjóhattur….hikk…..er það minn eða….hikk……þinn sjóhattur. Já það er…hikk….minn en ekki þinn. Það…hikk…..er minn en ekki þinn…… sjóhattur SJÓHATTUR. Þetta var skoðun Rauðhettu á ömmu. Svo fór Rauðhetta upp í Strætó. Þar hitti hún Litlu gulu hænuna. Litla gula hænan var búinn að finna eitt hveitifræ og ætlaði að baka brauð. Ætlar þú að baka brauð úr einu pínkuponsu fræi. Rauðhetta hóstaði og sagði um leið FREAK. Eftir stutta stund stoppaði Strætisvagninn í bænum hennar ömmu. Bærinn hét áður Mosfellsbær en eftir að amma gerðist bæarstjói þá heitir bærin: Amma Rúlar Feitt. Þegar Rauðhetta steig út úr strætisvagninum sá hún Úlfin. Úlfurinn var að reyna að sækja um vinnu hjá: FÁURLSEBALÍR eða: félag áhugamanna um reykta loðfíla sem eru búnir að liggja í rotþró. Þannig að hann var að undirbúa fyrirlestur. Þegar Rauðhetta kom til ömmu sinnar var Úlfurinn búin að éta ömmu. En Rauðhetta sá engan mun á ömmu sinni og úlfinum (þótt ótrúlegt sé). En Rauðhetta sá samt einhvað athuavert við þetta. Hún sagði með sjálfum sér: hummmm. Svo fattaði hún að þetta var Úlfurinn. Rauðhetta nenti samt ekkert að þylja allt þetta: Afhverju ertu með svona stór eyru amma o.s.fr. þannig að hún sagði bara: Ertu bún að éta ömmu. Ekki það að mér sé ekki sama en ég má ekki fara heim fyrir en ég er bún að láta ömmu fá körfuna. Í sömu andrá kom Litla gula hænan með kjöthamar og lamdi Úlfin í hausinn. Svo kom Rauðhetta og skar Úlfinn upp. Þá sagði amman við Rauðhettu: ertu með Snickersið mitt, sko ég líð ekki að maður sé étin af einhverju skrímsli og þú kemur seint og um síðir án þess að hafa Snickersið mitt. Þá rétti Rauðhetta ömmu sinni körfuna. Nú svo þú ert með gumsið Litla ömmubarnið mitt sagði amma. Þá rankaði Úlfurin sér við og sagði ég á að vera mættur á fyrirlestur hjá FÁURLSEBALÍR og hjóp út og stal móturhjólinu hennar ömmu og brunaði af stað. Þá hjóp amman út og sagði skilaðu móturhjólinu ömmugleypirin þinn og henti kökukefli í hann. En sagan endaði vel. Rauðhetta fór í skurðlæknaskóla, Amman fór í mál við Úlfinn fekk sér góðan lögfræðing sem hét Barbapabbi. Dómarinn í málinu skipaði Úlfinum að greiða ömmuni 1.000.000 kr. í skaðabætur og Ömmuni að fara á elliheimili. En amman setti fram það skilyrði að hún fengi nóg af Snickers og fengi að fara á fyllerí um helgar. Dómarinn samþykti það. Litla gula hænan stofnaði bakarí og Úlfurinn var líka rekin úr söguni og fór að vinna hjá: FÁURLSEBALÍR.