jæja, þetta er nú sorp sem gerðist í alvöru og var dáldið fyndið…


Ég var að læra í eldhúsinu í sakleysinu og var að gera mjög leiðinlegar skýringar við stafsetningaæfinar (n/nn). Allt í einu heyri ég eins eitthvað sé að hrynja. Hugsa með mér: Hvað hefur systir mín núna gert af sér. Ég geri nokkrar skýringar í viðbót og rölti síðan í fallega eiturgræna herbergið hennar og sé ég þá að fallega, sænska IKEA hillan henn, (made in china) af gerðinni IVAR hafði hrunið. Í hillunni voru t.d. ómetanlegar plötur á borð við Pink Floyd: The Wall, fyrsta útgáfa og gamall plötuspilari. Og líka tölva sem er ábyggilega nógu gömul til að fara á þjóðminjasafnið. Við fundum það út að plötusafnið væri alveg örugglega mikið verðmætara en tölvan og sjónvarpið svo að við byrjuðum á því að bjarga þeim út úr þessu undurfagra græna herbergi. Síðan tók hillan upp á því að hrynja aðeins meira. Við systurnar tókum því allt úr hillunni g bara allt í fína og tókum svo hilluna í sundur. GAMAN! Allt í rústi í herberginu og allt í fína. Síðan viku seinna fór mamma og hún í verslunarleiðangur til að kaupa nýja hillu og komu svo heim með annað sett af IKEA hillu, reyndar ekki af IVAR gerðinni. Hvað ætli hún endist lengi?

Boðskapur: Ekki ætlast til þess að IKEA hillur af gerðinni IVAR endist í langan tíma.