Saga asnans
Þetta byrjaði allt mörgum árum fyrir Krist. Asnar voru notaðir sem burðardýr, en í eðli sínu voru þeir - og eru enn, letidýr. Þeir sváfu allan daginn, voru litlir og aumingjalegir, og komu að alls engu gagni. Því var byrjað að kalla menn sem höguðu sér eins og asnar, asni! Eða á ensku, donkey! Síðan þetta byrjaði hefur þetta eitthvað minnkað í enskumælandi löndum. Orðið donkey er mjög sjaldan notað yfir annað en dýrið asna. En á Íslandi, landinu sem vinnur öll önnur lönd í óreiðu, sælgætisáti, offitu og unglingadrykkju, festist þetta við tungumálið. Talið er að orðið hafi komið til Íslands með Þorsteini Egilssyni, sem var norskur bóndasonur á tímum kristnitöku. Hann kom að landi hér á sínum tíma á Egilsstöðum og var með í farteskinu 35 asna sem hann annað hvort seldi eða gaf, mönnum ber ekki saman um það. Þá byrjaði þetta allt, en síðan þá hefur nú samt ekki verið mikið um asna á fróninu. Engu að síður var þetta nóg, og nú er allir þeir sem haga sér barnalega, eru leiðinlegir, latir eða bara eitthvað sem ekki er vel liðið, kallaðir asnar. Þetta endurspeglar mjög mikið hvernig íslenska þjóðin er, í dag þrífst hver á mistökum annarra og allir vilja vera bestir og ná sem bestum frama. Ég get auðsýnilega ekkert gert við þessu, enda erfitt verk að sópa mjög vinsælu orði bara út úr tungumálinu. Samt sem áður ætti fólk aðeins að hugsa, og ekki gera lítið úr ösnunum. Þeir eru lífverur, sama hvernig þeir haga sér. Réttast væri að byrja að kalla dýr sem haga sér heimskulega maður, enda eru sumir mannanna ekki þeir gáfuðustu hér á jörð…