'Eg vil taka fram að mér er að engu leiti illa við Helgu, ég dýrka hana, ég bara fór allt í einu að pikka á lyklaborðið og þetta kom út, þetta er bara grín!!!




‘Eg vaknaði þennan laugardagsmorgun og fór að hugsa um afhverju væri svona dimmt úti, en hver veit, það veit enginn nema sá sem allt veit. ‘Eg leit út um gluggann og sá mér til mikillar skelfingar Helgu, hún var í grænum kjól, ég vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka, ég stökk útum gluggann og öskraði á Helgu “hvað í fjandanum ertu að gera hérna” Helga öskraði á móti “það er ekki eins og það sé einhver regla sem bannar mér að standa hér og njósna um þig” nú stóð ég alveg á gati, var það ekki, engin regla.. jú, þarna kom það.. “Helga þú ættir að endurskoða mál þitt, hefur þú ekki lesið 6. grein í lögum um persónuvernd” Helga varð græn í framan og öskraði “Það er ekki til, fávitinn þinn”
‘Eg skreið aftur inn um gluggann og ákvað að leyfa henni einfaldlega að standa þarna áfram og njósna um mig. Þar sem Helga stóð fyrir utan gluggann minn og gægðist, þá var ekkert annað hægt en að fara inn á bað og klæða sig þar sem það er ekki mjög sómasamlegt að afklæðast fyrir framan vini sína!
Þegar ég var komin inn á bað og í fötin gægðist ég út og sá að Helga var farin, ég fylltist gleði á ný, opnaði baðherbergis hurðina og NEI!!! Þarna stóð Helga!!! Demitt, ég hljóp eins hratt og ég gat fram í eldhús, náði mér í snæri og batt Helgu við stól, eftir það, dreif ég mig út á strætóskýli og beint í skólann..!

THE END!