“Hvað heldur þú að þú sért að gera Mr. Felskips” sagði Ms. McEskinson þegar hún sá leynilegann ástmann sinn til margra ára seilast eftir smápeningaboxinu hennar.
“Mig vantar auka fjármagn til að taka yfir Dinocorp Industries og verða þannig stærsti framleiðandi plastanda í heiminum” svaraði Mr. Felskips og bætti við feitina í hárinu “Mr. Espon og sonur ætla sér hið sama og ég verð að bjóða hærra en þeir”.
Ms. McEskinson gat ekki Mótmælt þessu því að hún og Mr. Espon voru svarnir óvinir og hún mundi gera allt til að koma honum á kné.
“Farðu bara varlega, Miss Lexington er þekkt fyrir að stinga fólk í bakið” sagði hún.
Ms. McEskinson hélt þá á fund Dr. Leroys. Þegar hún kom þangað sá hún að ritari Dr. Leroys var ekki á sínum stað. Þessu hafði Ms. McEskinton ekki búist við og kom þetta henni því í opna skjöldu. Hún seildist í handtösku sína og náði þar í skammbyssu og læddist inn á skrifstofu Dr. Leroy. Þar sem hún stóð í dyragættinni sá hún að Dr. Leroy sat látinn í skrifborðsstólnum sínum með eldhúshníf standandi út úr hálsi sínum. Hana hafði grunað um nokkurn tíma að Dr. Leroy væri flæktur í eitthvað stórt en ekki hafði hún neina hugmynd um að það væri nógu stórt til að drepa fyrir.
“Þú hefðir ekki átt að koma hingað Ms. McEskinson” sagði rödd fyrir aftan hana, þetta var miss Leroy, dóttir læknisins.
“Af hverju myrtirðu faðir þinn miss Leroy, hvað hafði hann gert þér?”
Framhald síða
En hvað veit ég svosem?