Þetta er lítil saga, eða frekar hugvekja, sem mér datt mér í hug, einn sólskins ríkan morgun er ég gekk fram eftir hringbrautinni, í átt að uppáhalds bakaríinu mínu.

Ég geng eftir höfninni, fullur æanægju yfir að sjá Akraborgina sigla á ný. Hvalfjarðagöngin farin á hausinn, allir sem ekki hafa efni á að fara með skipinu þurfa að keyra extra spöl. En hverjum er ekki sama? Erum við ekki bara venjulegir borgarar, sem enginn skiptir sér að? Nei, lífið er aldeilis ekki auðvelt, ónei. En í sama augnabliki og ég fylgist með dýrðum hafsins, sé ég pepsi dós á jörðinni. Þarna liggur hún. Ein, beygluð, og aldeilis yfirgefin. Hverjum skyldi hafa dottið í hug að finna upp Pepsi? Eihver sem hafði smakkað kók, og fundið framtýðarsýn í því að finna upp eftirhermu. Einhver, sem átti sér drauma. Einvher sem átti sér líf. Einhver annar, en ég. Í því, sem ég trampa oná dósina, því mér finnst pepsi vont, þá sé ég ungan strák. Hann horfir tortryggin á mig. Ég býst við að hann hafi ætlað að eiga dósina og setja hana í safnið sitt. Safnið, með öllum beygluðu dósonum, sem einhver fleygði út um gluggan á leiðinni í vinnuna. Eða kannskí á leiðinni í Ótrúlegu búðina, hver veit? Ekki ég. Svo heyri ég loksins ískrið í nýja kagganum hennar ömmu minnar. Loksins, loksinsm kemst ég frá þessari helvítið höfn, ég er að deyja af öllum augnaráðunum sem koma frá trilluköllunum. Er ég eitthvað öðruvísi? Nei, hélt ekki. Þegiðiu þá.
Takk fyrir mig.

Vakti þessi hugvekja þig til umhugsunar?
Hugsaðu um það.

Kveðja, Hugvekjan.