Coca Cola samsteypan ætla að byrja sölu á mjólkurblönduðum drykk í sumar, sem á að höfða til barna og unglinga. Drykkurinn mun heita Swerve og salan hefst í Júlí og kemur í þremur bragðtegundum: súkkulaði, vanillu/banana og bláberjabragð.
Swerve mun innihalda 52% undanrennu og verður selt í 33 millilítra dósum og utaná verður mynd ar brosandi kú með sólgeraugu, segir fulltrúi fyrirtækisins, Scott Williamson.
Coke hafa verið með tilraunir og prófanir á mjólurdrykkjum í næstum því þrjú ár, og síðasti afrakstur þeirra tilrauna kom í fyrra og bar nafnið Choglit, sem er með súkkulaðibragði. Choglit er sagt geta veitt Yoo-hoo verulega samkeppni, en Yoo-hoo hefur verið toppurinn í mjólkurdrykkjum síðan 1920. Yoo-hoo er partur af Snapple, sem er í eigu Schweppes samsteypunnar.
Eitt sem kemur ekki á óvart, Pepsi eru líka komnir með drykk (reyndar er það dótturfyrirtæki Pepsi og heitir SoBe). Drykkurinn ber nafnið Love bus brew sem er búið til ú mjólk, hollensku súkkulaði og blöndu af vítamínum og ginsengi.
Ps. Ég vildi að til væru myndir af þessu en þetta eru of nýjar fréttir til að til eru myndir til staðar.
Heimildir er að finna <a href=”http://news.com.au/common/story_page/0,4057,64855 51%5E401,00.html”>hér</a> og ef linkurinn virkar ekki þá copy/paste-aru þetta:
http://news.com.au/common/story_page/0,4057,6 485551%5E401,00.html