Maðurinn sem hélt að hann væri hanski
Einu sinni var maður sem hélt að hann væri hanski. Hann labbaðí út um allan bæ og henti sér á jörðina, vonandi að einhver myndi koma og taka sig upp og setja sig á handlegginn. En enginn tók hann upp, sumir hentu í hann rusli, hræktu á hann og sögðu við hann að fá sér vinnu. En hann gafst ekki upp. Hann fór til Bandaríkjanna og tók þátt í American Ædol og vann þar. Þegar hann vann það gat hann breytt lögum í Milvaukee fylki, svo hann breytti lögunum þannig að fólk þurfti að halda að hann væri hanski. En hann gat ekki lengur búið við þessar hroðalegu ástæður svo hann smíðaði bát úr þvottaklemmum og silgdi til Ástralíu, þar sem hann fékk hlutverk “The incredible shoe” í Nágrönnum. Vann þar og gerði nokkrar klámmyndir með sirkúsöpum og settist svo í helgan stein undir steinklöpp hjá Melbourne. Þar ákvað hann að kaupa fullt af litlum álfum sem voru áður notaðir til að setja bómulinn á eyrnapinnana, og voru þeir skyldugir til að halda að hann væri hanski. En álfarnir voru ekkert voðalega ánægðir með það að þurfa að troða alltaf höndinni upp í rassinn á manninum svo þeir skrifuðu Pálma, sem er hundur, og hann kom og drap manninn… endi