Ég var einu sinni hjá bróðir mínum, sem er alger letitík sem nennir ekki að taka til í ísskápnum hjá sér. Ég ákvað að verða svangur því það var nú fimmtudagur og það er góður dagur víst. Svo ég opnaði ísskápinn hjá bróðir mínum.
Þar inni var margt skemmtilegt og gamalt. En það sem ég tók eftir var áleggið, ó sæta álegg. Ég minnist enn dagsins sem ég sá þetta fallega álegg, hvernig það lá þarna eins og það væri að bíða eftir mér.
Ég sagði hæ, en það hreyfði sig ekkert, hunsaði mig alveg. Ég grét smá og fannst vera svona smá niðurlægður, en vissi samt ekki hvernig átti að láta, þessar tilfinningar sem höfðu vaknað upp hafa aldrei vaknað áður….. ég held að ég sé ástfanginn.
Ég greip um áleggið mitt fína, slepjulegt lag sem lak af því var silkimjúkt og ég nuddaði það blítt á meðan ég söng ástarsöngva sem aðeins hafa fundist í rómantískum myndum eins og “Bridges over Madison County” og þannig leiðindartíkarmyndum. Og á meðan ég sleikti áleggið fína og fann risu mína heyrði ég “öhömm”
Þarna stóð bróðir minn í dyragættinni og horfði á mig með svona “whotthefokk” svip (ímyndaðu svipinn á þér ef þú sæir Þorstein Joð sleikja rassgatið á kettinum Felix úr stundinni okkar, á meðan kattarófétið jóðlaði 9. sinfóníu Beethovens) og spurði: “?”…. ég sagði: “ég elska þetta álegg, ég ætla að giftast því undir tunglsljósinu á Benidorm og við ætlum að flytja til Austurríkis þar sem ég mun opna blómabúð á meðan það sér um króga okkar og selur málverk á horninu hjá lestarstöðinni!”. Bróðir minn varð alveg himinlifandi og bauð áleggið hjartanlega velkomið í fjölskylduna.
Mamma mín hefur aldrei verið jafn ánægð þegar ég sagði henni frábæru tíðindin. En faðir minn varð ekki jafn ánægður, honum fannst ég vera of ungur til að binda mig og að ég ætti að hugsa frekar umk skólann. En eftir að ég bauð þeim í kvöldmat og kynnti þeim fyrir álegginu, sjá þau hvað það er myndarlegt og kurteist og þau sáu hvað ég var orðinn hamingjusamur. Meira segja ákváðu þau að gefa mér forlátan upptakara, sem leit út eins og gaffall, sem ég varð rosalega ánægður með.
Eftir að ég var búinn að vera með álegginu í 3 mánuði, fór ég með það á rómantískan, ítalskan veitingarstað. Einhvern veginn hef ég alltaf haft það á tilfinninguni að það elski ítalskan mat, en þetta kvöld, eins og öll önnur kvöld, borðaði það ekki neitt. En þetta kvöld var sérstakt, því í vasa mínum geymdi ég hring, og eftir að ég var búinn að fara með ljóð sem ég samdi og syngja nokkur lög eftir Ragga Bjarna, sagði ég “Álegg, eftir að þú komst í líf mitt, hafa allar áhyggjur flotið út úr huga mínum. Áður fyrr lifði ég í myrkri og var óhamingjusamur, en nú þegar ég er með þér er jafnvel ómerkilegasti atburður rómantískur tímapunktur í okkar sambandi. Ég hef aldrei verið jafn viss í mínu hjarta að eitthvað sé rétt….. viltu giftast mér?” Það sagði ekki neitt, en ég fann það sagði já, og ég tók það í mína arma og kyssti það, og allir klöppuðu, og sumir felldu tár.
Eftir 2 mánaðar trúlofun, ákváðum við að gifta okkur. Við giftum okkur í lítilli steinkirkju á Benidorm, sem hefur verið endurgerð því hún eyðilagðist út af því að það kom bíll og keyrði á hana og hún brotnaði. Það er enn verið að tala um giftinguna á Benidorm, enda var hún afskaplega falleg: öll kirkjan var skreytt hvítum liljum og hljómsveitin Greifarnir spiluðu giftingarmarsinn. Enginn annar en Páll Rósinkranz leiddi áleggið inn (ástæðan var sú að faðir þess gat ekki komið, því það hlýtur að vera að hann hafi lent í einhverju hroðalegu slysi ásamt móður þess, en það vill ekki tala um það, er rosalega þögult), ég fór með voðalega falleg heit, flestir segja þau hafa verið fallegustu heit sem þau hafa heyrt, við kysstumst og fórum í sólarlandarferð til Englands.
Er við komum upp á hótelherbergi eftir að hafa vappað um ströndina og talað um tilfinningarnar, fann ég fyrir smá stressi. Helst út af því að ég gleymdi að slökkva á sjónvarpinu og það getur kviknað í því, en líka út af því að við ákváðum að sofa ekki saman fyrr en eftir giftinguna. Tel ég að það hafi átt marga bólfélaga, svo ég var pínu hræddur um að standa mig ekki með prýði. Ég lagði það á rúmið, strauk létt um hrúðrið sem var byrjað að vaxa á því, og kyssti hana létt. Fann risuna koma upp og þegar það gaf merki, rann ég honum mjúklega í gegn. Tel ég þetta hafi verið bestu 6 sekúndur ævi minnar.
Eftir brúðkaupsferðina fluttum við til Akranes (Austurríki er víst bara plat staður svo….). Þar fluttum við í raðhús rétt við ströndina. Ég var búinn að safna miklum auð um ævina, helst út af hommavændi, svo ég átti nógan pening til að opna blómabúð í hjarta bæjarins. Viðskiptin blómstruðu út af góðu vöruúrvali, en helst vegna þess að áleggið var með mjög góða sölumennsku, enginn gat staðist fallega áferðina á henni.
En svo dró til tíðinda: við ákváðum einn daginn um sumar að fá okkur smá göngutúr. Þann dag var 24 stiga hiti, börn léku sér og fólk var almennt sljótt út af hita. Við settumst á bekk, og ég fór að spurja af hverju eftir allan þennan tíma hefur það alveg hundsað mið? En það svaraði ekki neitt svo ég ákvað að við myndum fá okkur ís hjá ísvagninum sem var að keyra framhjá. Ég skokkaði af stað á meðan það lá á bekknum í sólbaði.
Þegar ég kom til baka sá ég hryllinginn: Hundurinn Pálmi hafði víst étið greyji áleggið, og lá í grasinu í góðum fíling og sleikti útum. Ég horfði á hann, sá smá leifar af forðum elskunni minni á gulum tönnunum og fór að hugsa um alla tímana sem ég var búinn að eyða með því. En ég varð ekkert fúll, þetta var nú bara álegg.