Í dag var ég í ferðalagi um Spán og það var bara nokkuð skemmtileggt.
Ég fór á stað sem heitir Gibraltar. Gibraltar tilheyrir Bresku krúnunni sem sagt var ég á Bretlandi…ég þurfti að sýna vegabréf og allt. Þar tók ég tveggjahæða strætó niður í miðbæ Gibraltar þar sem allir tala ensku. Ég fékk mér Enskan morgunverð (hann dugði´mér allan daginn) þetta voru 2 beicon 2 pulsur 2 egg bakaðar baunir og ristaðbrauð.
Jæja að því loknu fórum við í svona skíðalyftu(kláver) upp á fjallið Gibraltar er nebbla eiginlega bara 1 stórt fjall og á fjallinu eru apar!
Jæja þegar ég var kominn upp þá var svona hringstigi upp á veitingastaðinn og á toppnum sat api! ég labbaði upp og sá apann svo átti að taka mynd af mér með apanum (ég snerti hann ekki hann var bara við hliðina á mér) þá stökk apinn og beit í öxlina á mér marr það var gegt sárt og hann hékk svona á mér með tennurnar í mér ég henti honum af mér. Svo var sárið hreinsað og enginn skaði skeður ég fékk sleikjó :D því allir sem eru bittnir fá sleikjó :D
Svo kom annar api sem hafði mjög mikinn áhuga á sleikjónum mínum þannig ég setti hann í vasann þá stökk apinn í kjöltu mér og fór að róta í vasanum mínum því betur fer fann hann eki sleijóinn því ég hafði troðið honum langt oní :D ég fór inná veitingastaðinn þar sem sárið hafði verið hreinsað og fékk mér Coke þá réðst apinn á kókið mitt og barði svona í það þannig það sullaðist doldið á gólfið. þá fórum við að skoða fjallið enda búinn að fá nett leið á þjófóttum og bittóttum öpum ;)