Það var ánægjulegt þegar þetta áhugamál var opnað. Titillinn “sorp” vafðist dálítið fyrir manni í fyrstu, en það lagaðist allt þegar maður sá myndina af Geroge Bush í horninu, og jafnframt kubb sem gerður var til að skilgreina þetta áhugamál. Þar stendur orðrétt:
“SORP er áhugamál undir skrítnar/fyndnar/áhugaverðar fréttir, tengla og myndir sem ekki eiga sér flokk hér á huga.” (Afsakaðu Azmodan minn að ég skuli vera að copy-pasta þessu hérna, vonandi samþykkiru þó greinina.)
Brátt fóru að streyma inn alls konar skrýtnar og skemmtilegar fréttir utan úr heimi, sumar á ensku en aðrar voru snyrtilega þýddar. Það má með sanni kalla blómaskeið áhugamálsins.
Svo varð Azmodan stjórnandi.
Azmodan hafði greinilega eitthvað mikið á móti þessum fréttum því hann hætti skyndilega að samþykkja allt sem var afritað inn á áhugamálið. Þar með snarfækkaði þessum skemmtilegu fréttum, og inn komu hugarar eins og Slim shady og palli46is. Þeir ásamt fleirum byrjuðu að senda inn rugl greinar, sögur og annað í þeim dúr sem nærri því enginn nennir að lesa. Sökum þess hefur varla nein frétt birst á þessu áhugamáli. Ég legg til að Azmodan byrji að samþykkja greinar sem eru afritaðar af öðrum vefsíðum(nauðsynlegt er þó að geta heimilda), svo þetta áhugamál fái nú einu sinni að þjóna sínum tilgangi. Ef Azmodan samþykkir ekki, þá er formlega búið að jarða þetta áhugamál ég hvet þá yfirstjórnendur huga eindregið til að taka stjórnendastöðuna af honum og finna einhvern annan í staðinn.
Virðingarfyllst
Hvurslags