Núna eru páskarnir eiginlega á enda.
Allir búnir að borða yfir sig af páskaeggjaáti
og sumir komnir með drullu (ekki ég)
Ég hef hins vegar ekki borðað mikið af páskaeggjunum mínum.
Meira en helmingnum var stolið.
Hverns vegna stela foreldrar alltaf af páskaeggjum barna sinna?
Geta þau ekki bara átt sitt eigið??? Júúú, en þau eru bara alltaf svo fljót með það að þau verða að stela frá börnunum sínum.
Þannig að það endar þannig að börnin fá eiginlega ekkert.
SORGLEGT!
Börnin enda alltaf bara með fígúrurnar sem voru á toppnum á páskaegginu.
En það er ekki nógu gott af enda alltaf með þetta plast drasl.
Reyndar er ég þó ánægð með mitt plastdrasl.
Ég fékk að eiga minn litla sæta páskaunga, hann var nú heldur ekkert vandaður. Bara með plastlappir og unginn sjálfur minni helst á dúsk.
Afhverju eru páskaungarnir svona loðnir, alveg eins og dúskar???
Mér finnst það ekki flott.
En það er til gott ráð við þeim vanda.
Einfaldlega að klippa ungann smá til (þá á ég við plast páskaunga… ekki alvöru :p)
En ég klippti minn páskaunga til og núna lítur hann út eins og Megas!
Vandinn horfin og ég komin með Megas upp í hendurnar…
Hann Megas minn er nú orðin happagripur.
Greyið hefur nú samt lent í hræðilegu einelti hjá yngri bróður mínum.
Hann heldur sínum loðna.. bjakk…….
En ég hef ákveðið að hafa samband við Stefán Karl og láta hann messa yfir bróður mínum…
En hann Megas minn er sannkallaður lukkugripur…
Gott fyrir krakka að taka klippta páskaunga með sér í prófin og þess háttar.
En núna kveðjum við Megas að sinni.
Hittumst heil ;)

Kv. Pingvin og Megas.
It's a cruel world out there…