Hefðir. Þar sem ég ligg, nývaknaður í rúminu vafinn inn í lakið eins og egypsk múmúa velti ég ýmsu fyrir mér. Ég veit ekki hve mörgum klukkustundum ég hef eitt í það að liggja og láta hugann reika. Hefðir. Það eina sem stendur í vegi fyrir því að ég liggji þarna og hugsi þangað til ég verð gamall maður eru hefðirnar. Þær hefðir sem mannskepnan hefur tekið upp í gegnum aldirnar henni til ágætis eða óþurftar. Auðvitað eru ástæður fyrir öllum þeim reglum og hefðum sem flækja líf okkar hvern dag eins og fyrir öllu öðru. En sumar ástæðurnar eru verri en aðrar, og sumar hljóma jafnvel eins og afsakanir fyrir fáranlegum gjörðum annarra manna. Manna sem öllum er sama um og enginn hefur áhuga á að kynnast. Stundum líður mér þannig. Stundum líður mér eins og litlu sandkorni í feyknastóru stundaglasi tilverunnar. Stundarglasi sem rennur allann daginn þangað til það klárast í lok hvers dags og þar sem því er snúið við í renningu nýrrar sólar. Ég á að fara á fætur, fá mér að borða og drulla mér svo í vinnuna eins og allir, eða flestir aðrir. Afskaplega hlýtur það vera gaman að vera ófær um að framfylgja öllum þeim reglum og hefðum sem er ætlast til að allir fylgi. Svefn er talinn nauðsynlegur. Ef ekki er sofið missir maður af snúningnum og fellur á borðið við hlið stundaglassins, ringlaður og týndur.
Ég fletti sænginni hægt og rólega af mér. ég finn kalt loft leika um naktann kropinn. Ég get svarið að ég hafi sofnað í nærfötum. Þar sem ég ligg í rúminu og virði fyrir mér einkennilegt víðlendi mannslíkamans geri ég mig kláran fyrir að hreifa annan fótinn. Hægt og rólega rís hægri fóturinn og skellur klunnalega á ísköldu gólfinu. Vinstri fóturinn rís og meðfylgjandi snúningur kroppsins reisir mig upp í rúminu. Ég teygji mig í átt að kommóðinni í leit að tiltörulega hreinum nærfötum. Ljósgrá flíkin klýfur upp lærin þangað til að hún hylur kaldann og samankrumpaðan miðhlutan.
Ég tek byssuna og skít mig í hausinn.
ENDIR!!!
-Murderdoll
Sprankton