Algjört sorp!!! Ég ætla með þessari grein að lýsa mínu óstjórnlega hatri gagnvart raunveruleikaþáttum.

Er fólk virkilega ekki að fatta hversu fake þetta er? Eruði virkilega svo auðtrúa að þið stofnið klúbba í kringum þetta (þetta er náttúrulega beint til þeirra sem virkilega eru í þannig klúbb)?

Vissuði að þremur mánuðum áður en á að taka upp Survivor einhversstaðar þá er byggð sundlaug og annar lúxus fyrir eiganda þáttarins!!! Og það er bara fallegt fólk! Og ef það er ekki fallegt, þá hefur það annaðhvort gert eitthvað fyrir bandarísku þjóðina eða hefur “frábæran persónuleika”. Fólkið í Suvivor fara eftir handritum og öll sárin eru búin til með meikup og tómatsósu. Hafiði ekki tekið eftir því að í hverri einustu þáttaröð þá meiðist að minnsta kosti EINN? Og alltaf á puttunum eða fótunum.

Og glætan að allt þetta fólk getur tjáð sig svona vel………..Ég meina að er nógu erfitt að finna fréttamenn sem tala móðurmálið sitt nógu vel (meira að segja þegar þeir eru að fara eftir handriti), en að svona margir einstaklingar (sumir þeirra algjörir hálfvitar miðað við hvað þeir þykjast vita sem reynist vera kolrangt) tjáð sig svona vel og notað stór orð og allt……eins og þau hafi farið í námskeið til að auka orðaforðann.

Og síðan er það alversta………þessir þættir sem eiga annaðhvort að slíta ástarsambönd fólks eða koma fólki saman. Já, ég er að tala um Temptation Island og Bachelor/ette.

Ég byrja á Temptation Island. Mér finnst þetta vera eitthvað það versta sem hægt er að gera fólki…….ég veit ekki hvort er verra…….Þeir sem búa til þættina sem eiga að tvístra samböndunum, eða fólk í samböndunum sem eru í þessum þáttum. Fólkinu er skipt eftir kyni og á fólkið að deita fólk af öðru kyninu (öðrum en maka sínum) í tvær vikur. Síðan eftir þessar tvær vikur eiga þau að sjá til hvort þau vilji ennþá vera í sambandi við alvöru maka sinn eftir þetta allt saman. Og vitiði hvað? Allir ákveða að vera áfram með þeim sem þau voru með í byrjun. Þótt þau hafi verið að halda framhjá í tvær vikur, þá vilja báðir aðilarnir ennþá vera í þessu sambandi. Er ekki allt í lagi hjá þessu fólki? Ég myndi mæla með mánuði á Kleppi og sjá til hvort það eigi kannski ekki að setja þau í sama herbergi og fólk með sjúklega hræðslu fyrir hnetusmjöri, og kannski henda lyklinum útí rassgat.

Bachelor/ette er þannig að maður/kona er látin deita 25 keppendur og eftir ákveðinn tíma þá á hann/hún að ákveða hverri/hverjum hann/hún ætlar að vera með til frambúðar og jafnvel giftast. Að hafa þekkt einhvern í svo stuttan tíma og ætla að giftast er náttla bara fáránleg.

Er siðferði ekki lengur til? Er mannskepnan virkilega svona mikil SKEPNA? Er fólk það auðtrúa og líflaust að það þarf að horfa á annað fólk í sjónvarpinu eiginlega lifa lífinu fyrir sig í staðinn fyrir að lifa lífinu sjálf?

Weedy