Ég er nokkuð nýr notandi hér á huga (2 mánaða eða svo) og hef skrifað slatta af greinum og eignast nokkra óvini fyrir vikið. Sérstaklega þá fyrir skoðanir mínar á stríðinu í Írak sem ég er á móti og hef fengið þó nokkuð skítkast og eignast uppáhalds óvini (ekki verður greint frá nöfnum notanda hér)

En mörgum finnst það leiðinlegt að þessir nokkuð þúsund notendur þessarar ágætu síðu séu ekki alltaf sammála manni í einu og öllu og vera oftar en ekki brjálaðir fyrir vikið.
En óvinir eru það eina sem er virkilega spennandi. Ímyndið ykkur ef allir segðu að allt sem þið skrifuðuð væri frábært, þá væri þetta harla spennandi, því að það er ekkert jafn gaman og samtal byggt á hatri og gremju sem er stútfullt af fræðandi efni, sem lætur mann annaðhvort skipta um skoðun eða halada fastar í þá gömlu. (Ég er ekki að tala um SlimShady rifrildi, þar sem það er seá sem kemur flestum blótsirðum fyrir í einu svari, það er rugl)

Fátt er skemmtilegra en fræðandi rifrildi og grimm gagnrýni sem hjálpar manni að skrifa góðar greinar.
Svo þið skuluð þakka fyrir að hafa óvin, lífið væri ekki eins skemmtilegt án þeirra.

MesserSchmitt
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”