Heimskuleg saga Jæja, ég hef tekið eftir því undanfarið á þessu áhugamáli að sumir hafa verið ósáttir með greinarnar sem hafa komið hingað. Þeir hafa verið að segja að sorp hafi verið hugsað til þess að vera vettvangur skrýtinna frétta og þessháttar. Ég ætla með þessari frétt að reyna að vekja það aftur upp.


Þetta gerðist 29 september 2002 í Bretlandi. Fullt af fólki var búið að sjá myndina Yamakasi og höfðu hrifist af þessari list að stökkva milli húsa. Þetta varð til þess að BBC gerðu auglýsingu sem sýndi skrifstofumann stökkva milli húsa á leið í vinnuna.

Vegna þessarar auglýsingu þá leit þetta fullkomlega venjulegt fyrir Marc, 22 ára, að stökkva milli húsa eins og ekkert sé í frítíma sínum.

Hinsvegar gleymdi Marc að taka inn í dæmið að hann var ekki mjög þjálfaður í íþróttum og gæti þess vegna ekki stokkið 6 metrana sem var milli þeassara tveggja margra hæða bílastæða. Hann gleymdi líka að taka inn í dæmið möguleikann að hann myndi detta niður ca. 120 metra bygginguna og lenda á steypu.

Vinir Marcs sögðu: “Við gerðum alltaf mjög heimskulega hluti þegar okkur leiddist, eins og að finna einhver gap til að stökkva milli.”


Þetta finnst mér eitthvað það heimskulegasta sem fólk getur gert!!!!!


Þetta var tekið af síðunni www.darwinawards.com og þetta var þýtt af mér.


Weedy