Einu sinni var kona og maður og þau voru að fara að gifta sig!
Þá á tímum unnu ALLIR karlmenn í koparnámunni sem var undirjarðar í Falun og fóru á morgnanna og komu upp á kvöldin.
Daginn fyrir brúðkaupið fór maðurinn niður í námuna að vinna og konan var að sauma brúðarklút, því í gamla daga úti í Svíþjóð voru konur alltaf með sérstakan klút þegar þær giftu sig, og, brúðarsæng, sem var notuð um brúðkaupsnóttina.
Og um þann tíma sem mennirnir komu upp úr námunni um kvöldið kom þessi brúðgumi aldrei upp honum var leitað en fannst aldrei tangur né titur af honum!! Brúðurin varð sorgmædd og ákvað að gifta sig aldrei!!
50 árum seinna fannst lík af ungum manni í holrúmi inni í námunni þar sem loftið var svo rakt að ekkert eyddist eða rotnaði þar inni!!
Svo var farið með líkið upp og þorpsbúar beðnir um að koma og athuga hvort þeir þekktu manninn.
Enginn kannaðist við hann fyrr en gömul kona kom og sagði “Nei sko, er þá ekki unnusti minn kominn aftur”
Hún bað um að fá að hafa hann til kistuleggningar heima hjá sér og fékk hún það.
Við kistulagninguna batt hún brúðar klútinn um háls hans og lét brúðasængina þeirra í kistuna. Og þetta kalla ég trausta eiginkonu. (það er að segja ef hún hefði giftst)
Og svoleiðis var það!!!
Og hvort sem þið trúið því eður ei!!!
Never inhale H2O .. it's very deadly