3

Hvað er svona merkilegt við töluna 3?

Talan 3 virðist vera mjög áberandi viðmiðun í mjög mörgu sem tengist bæði árangri og mistökum. Ég hef hins vegar komist að því að 3 er aðaltalan í alheiminum og er notuð til grunndvallar í allri tilvist mannsins. Það á við um trú, stjórnskipan og daglegt líf. Það sem er undirstrikað eru staðfestingar á því að talan 3 er grunnurinn í tilvist mannsins í
alheiminum.

Ég gæti talið upp 3333 dæmi en læt eftirfarandi 33 dæmi duga, sumt er til gamans annað eru staðreyndir (ATH! einn af þessum punktum er ekki alveg réttur, hver er hann?):

Fyrirtæki meta sig á 3 mánaða fresti (ársfjórungar)
Uppsagnartími í flestum samningnum eru 3 mánuðir
Það eru gefin 3 stig fyrir sigur í fótboltaleikjum
Þú ert verðlaunaður í körfubolta fyrir að skora langt frá körfunni með 3 stigum
3 mánuðir er ákveðinn vendipunktur fyrir óléttar konur
3 er hálfgert 6
Ísland fékk 3 stig í söngvakeppninni
Ef þú ferð út að borða, þá er maturinn oftast 3 rétta
30 er tímamótaafmæli, þá hættirðu að vera ungur og byrjar að eldast
13 er fræg óhappa eða happatala
3,14…etc. (Pí)
313 er númerið á bílnum hans Andrés Önd
Vitringarnir voru 3 (þeir hefðu vel getað verið fleiri)
Hin heilaga þrenning (hin heilaga tvenna eða ferna hljómar illa)
Jesús var krossfestur með 3 nöglum (haldiði virkilega að það hafi dugað)
Jesús á að hafa verið 30 ára þegar hann byrjaði að boða trúna
Hann var 33 þegar hann dó
Þeir sem kunna að reikna geta því séð að hann var að í 3 ár
Júdas sveik hann fyrir 30 silfurpeninga
Jesús reis upp frá dauðum á 3ja degi (hvað er með kirkjuna og töluna 3)
30 ára stríðið varði í 3 ár
“3 tonn af sandi” var í söngtexta lagsins fræga
3some (hinn frægi ástarþríhyrningur)
Viðbúnin…tilbúinn…nú eða 1, 2 og 3
ef þú gefur fólki 3 kosti þá velja 71% þennan númer 3 (staðfest með rannsóknum)
Þú færð 3 kosti í?Viltu vinna milljón?
Verðlaun á Íþróttastórmótum eru 3 (gull-silfur-brons, það man enginn eftir þeim sem eru í 4. sæti)
Öryggisbelti í fólksbílum eru 3ja punkta
Vestræn stjórnsýsla byggist upp á 3 skiptingu: löggjafarvaldi, dómsvaldi og framkvæmavaldi
Vatn (sem er uppruni alls lífs á jörðinni) er samansett af 2 vetniseiningum og 1 súrefnieiningu ((H2O)) 2+1=3
Maðurinn sér heiminn í þrívídd - ergo! heimurinn er í þrívídd
Tíminn er mældur í sekúndum, mínútum og klukkustundum (1+1+1=3)

Allt er þegar þrennt er….