Villi gullfiskur,,,
Einusinni var maður sem hét Jón hann átti gæludýr, svolítið sérstakt gæludýr.. það var Gullfiskur. Þessi gullfiskur var mjög sérstakur. Hann hét Villi og hann var stór og flottur. Hann átti stórt gullfiskabúr, eða ef þið eruð með 17" skjá, þá já … það er svo stórt. Þessi gullfiskur var svo sérstakur að það þurfti að skipta um vatn hjá honum á tveggja daga fresti. Alltaf kom sérstök gullfiskakona til Jóns og skipti um vatn á tveggja daga fresti. Þetta þurfti alltaf að vera ísjökul-kalt-vatn. Það mátti alls ekki vera heitt því þá mundi fiskurinn, villi, deyja. Einn daginn kom konan til jóns, Fór strax að fiskinum og tók búrið inn í eldhús (það er sko í stofuni) þar tók hún stóra krukku og setti vatn oní hana og setti svo villa oní hana, tók svo búrið og tæmdi. Eftir það skrúfaði hún frá vatninu tók búrið og fyllti það. þarnæst fór fiskurinn í þá tók hún eftir því að hún skrúfaði ekki fyrir vatnið. hún fór að krananum og skrúfaði fyrir kalda vatnið. en ekkert gerðist hún ýtti þá við heita vatninu og vatnið hætti að flæða.