Litlir kækir!!!
Daginn, ákvað að skrifa þetta hérna þar sem þetta er ekkert merkilegt málefni. Þetta er í sambandi við þá óendanlegu kæki og ávana sem við höfum tamið okkur alla okkar ævi. Hver kannast ekki við þetta orðalag: “Svo þú gerir þetta svona?” eða : “Af hverju gerðirðu þetta?”. Þetta höfum við örugglega öll heyrt um ævina ekki satt? Ja, þetta hefur oft komið fyrir mig. Og á örugglega eftir að koma fyrir mig aftur. Þetta er í sambandi við þá litlu hluti sem við höfum vanið okkur á að gera en erum löngu hætt að taka eftir. Hvort klæðið þið ykkur í úlpuna fyrst eða skóna sem dæmi? Ég tók eftir þessu þegar ég var að opna mjólkurfernu. Ég er sá eini á mínu heimili sem opnar mjólkurfernuna með því að skilja flipann eftir. Það rífa hann allir aðrir af nema ég. Ég ríf bara nóg til þess að geta hellt úr fernunni, ég er ekki að eyða meiri tíma í að rífa flipann af því ég þarf þess ekki. Hvernig er þetta hjá ykkur? Rífið þið hann af eða sleppið þið því? Svo þegar maður er að vinna við eitthvða ákveðið og maður er búinn að temja sér ákveðna aðferð við þetta, svo kemur einhver jaxl og segir: “þú ert að gera þetta þveröfugt” en samt er ég að gera það sem þarf að gera á minn eigin hátt, og með mínum hætti. Svo byrja þeir að sýna manni eitthvað sem tekur kannski meiri tíma og meiri fyrirhöfn, uss uss uss. Það er bara vesen að fara að herma eftir öðrum eitthvað sem þeir eru búnir að venja sér og temja sér heldur en að halda þeirri aðferð sem hentaði okkur sem best. Ég þoli ekki fólk sem gerir þetta. Hver kannst ekki við þetta? Margir kannast við þetta í kynlífinu, margir kannast við þetta þegar þeir eru að vinna, oft fær maður þetta þegar maður er að keyra, sumir einfaldlega treysta sér ekki að gera sömu hluti og maður sjálfur og verður þvílíkt hissa þegar maður sýnir þeim hvað þetta er lítill vandi. :) En allaveganna, er ég búinn að tala meira en ég ætlaði að gera. Endilega segið frá ykkar reynslu af ykkar ávana og hvað margir þurfa endilega að skipta sér af öllu. Það er svo gaman. Takk fyrir :)