Hvernig á að losna við bólurnar:

1. Hreinsunin:
Hreinsaðu andlitið varlega með mildri olíu eða ilmefnalausum andlitshreinsi, helst einhverju sem er sýrujafnað. Ef þú ert með feita húð um allt andlitið, er best fyrir þig að nota hreinsiefni sem innihalda bensóín peroxíð. Ekki nudda, erting í húðinni veldu því að hún bólgnar upp í kring um svitaholurnar, og það getur valdið útbrotum. Reyndu að sleppa hreinsivatninu nema húðin sé mjög feit, en annars þurrkar hreinsirinn upp húðina.



2. Meðferðin!
Settu staðbundið bólumeðferðar krem sem inniheldur bensóín peroxíð, á allt andlitið, nema þar sem bólurnar hafa nú þegar brotist út.
Á næturna skal nota þurrkubletta krem og olíufrítt rakakrem á þurr svæði. Á morgnanna, skal setja olíufrítt gelkrem á allt andlitið.




3. Hyljarinn!
Best er að nota lítinn förðunarbursta til að dempa hyljara eða kremmeik, (í sama lit og húðin þín) beint á bólurnar.Nota skal fingurgómana til að þurrka burt óþarfa hyljara sem hefur farið í kringum bólurnar, og ef það er nauðsynlegt, má setja aðra umferð af hyljara yfir bólurnar.

Í lokin er farðinn settur yfir allt, og passa verður að hann fari ekki í kekki, en þá þarf að byrja aftur, svo er sett smá púður í lokin með bursta til að taka burt glansann.

Afsakið C/P Azmodan retta var bara sorp i krukku sem eg rakst á