Ef þú vilt hlægja þá skalltu kveikja á stöð 2 rétt eftir fjögur á virkum dögum.
Þá er neflilega á dagskrá þáttur sem heitir Sinbad. Þú átt ekki að kveikja á honum því hann er góður gamanþáttur, neiiii, því hann er svo sorglegur að það lætur mann hlægja!!
Sinbad er þáttur sem sýndur er á stöð 2, þáttur sem á að vera skemmtilegur ævintýraþáttur. Það á líka að vera flottur hasar og skemmtilegheit í honum.
Framleiðendur þáttarins hafa greinilega ekki haft fyrir því að láta leikarana vera með alvöru sverð, þeir nota plastsverð.
Þetta er þáttur fyrir krakka þannig að það er ekkert blóð eða alvöru ofbelti, menn nota ekki sverðin til þess að stinga eða skera með eins og þau eru hugsuð til. Heldur lemja þeir yfirleitt bara með skaftinu á þeim.
Oft eru allskonar skrímsli í honum sem gerð eru í tölvum en eru þær tæknibrellur lílega eins ódýrar og þær gerast og held ég að það sjáist betri tæknibrellur í Godzilla sem gerð var fyrir hálfri öld síðan eða eitthvað.
Ég horfði áðan á þennan þátt og var í hláturskasti. Sérstaklega í bardagaatriðunum!! HORFIÐ Á NÆSTA ÞÁTT TIL AÐ HLÆGJA!