Þessi saga er tekin af síðunni http://kasmir.hugi.is/zweppy/
með leyfi höfundar, sem er ég… Endilega skellið ykkur þangað til að sjá fleiri sögur, ljóð og margt fleira.

Sagan um manninn með Pringlesið

Tvisvar sinnum fyrir langa löngu var maður. Hann hét Langmundur, en var kallaður maðurinn með Pringlesið, einungis vegna þess að hann átti heima í pringles húsi.Hann átti einn góðan vin. Mörgæsina Sigurvin. Hann var mjög ljót mörgæs. Til dæmis talaði mamma hans ekki við hann, vegna þess að hann var svo ljótur. En Maðurinn með pringlesið var góður maður, hann hafði gaman af badminton og listskák. En það skemmtilegasta sem hann gerði var að glápa á kranan sinn. Það var fallegur Blomquist eldhúskrani með gylltum handföngum. Hann var keyptur í Svíþjóð sumarið '52 af kónginum. Sigurvin fannst þetta líka fallegur krani.
En svo einn daginn þegar Maðurinn með Pringlesið og Sigurvin fóru í sund í Árbæjarlauginni, þá kom þjófurinn mikli og stal fallega Blomquist krananum. En Maðurinn með pringlesið og Sigurvin vissu það ekki, vegna þess að þeir voru í sundi. Þegar þeir fóru aftur heim tóku þeir strax eftir að fallegi Blomquist kraninn var horfinn. Þeir vissu ekki hvað á sig stóð veðrið og prufuðu að hringja í lögregluna. En sví… löggurnar gátu ekki hjálpað þeim, því þeir voru uppteknir að steikja 3ja daga spægipylsur. Þá ákváðu Maðurinn með pringlesið og Sigurvin að fara og finna þjófinn sjálfir.

Endir

Boðskapur sögunnar: Ekki kaupa ykkur sænska Blomquist krana með gullhandföngum, því þeim verður bara stolið.
indoubitably