Ég og frændi minn sem átti heima í breiðholtinu þegar þetta gerðist… voru í góðu fíling að rölta um breiðholtið og allt í einu fær frændi minn þá rugluðu hugmynd að grýta vatnsblöðrum í bíla sem voru að keyra höfðabakkann. svo við hlupum út í búð og keyptum okkur 2 pakka af vatnsblöðrum og byrjuðum af fleygja en hittum fáa bíla og loksins kláruðum við blöðrurnar og þá vildi ég ekki hætta að bögga bílana og hisjaði niður um mig buxurnar og byrjaði að “moona” bílana….. frændi minn tók vel undir og var með mér í þessu og þegar við vorum búnir að gera þetta í 5 mínútur sneri frændi minn sér við og sér að löggan er að koma og tekur upp um sig buxurnar og sprettar í burtu….. á meðan er ég að dilla rassinum mínum út í loftið og áður en ég veit af sé ég lögguna keyra fram hjá…
Svo ég tek upp um mig buxurnar og hleyp í burtu en stuttu síðar kemur löggan með sírenuna á og allt og grípur í mig fleygir mér inn í bílinn og spýr mig hvað í fjandanum ég var að gera…… svo ég dó alveg og sagði hvað ég héti og heimilisfang o.fl. svo 5 min. seinna sleppa þeir mér og nú lít ég aftur á þetta og dey úr hlátri!!!!!!
ég er ekki bara líffæri