Peningafalsarar eru ekki allir þar sem þeir eru séðir og oft kemst upp um þá á hlægilegan hátt. Það komst upp um einn slíkan í Vancouver í síðustu viku. Honum hafði tekist að framleiða kreditkort í tölvunni sinni sem að var óaðfinnanlegt og ætlaði hann að framleiða nokkur slík með númerum og kennitölum annarra korta sem hann hafði útvegað sér númerin á. Eitthvað klikkaði hann á stafsetningunni því að kortin sem hann framleiddi voru Mastercard Platinum kort en honum tókst að stafa það Mastercart PLOTINUM. Og hvaða lexíu lærum við af þessu; Ef þú ætlar að framleiða fölsuð kreditkort verður þú að hafa náð grunnskólaprófi í stafsetningu eða láta meðalgreindan samsærismann fara yfir stafsetninguna hjá þér.
Sumt fólk er svo mikið fífl að það nær ekki nokkurri átt.