Tveimur árum of lengi í fangelsi:
Reynaldo Tovar-Valdivia var dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir fíkniefnasölu árið 1990 en var ekki sleppt fyrr en nú á síðustu dögum.
Það gleymdist hreinlega að sleppa Reynaldo og það var ekki fyrr en hann sendi dómara bréf þar sem hann minnti kurteislega á að hann væri búinn að afplána dóm sinn að honum var loksins hleypt út, 2 árum of seint.
Ástæðan fyrir því að Reynaldo var svona lengi að þessu var sú að hann náði ekki sambandi við lögfræðinginn sinn, Larry Pace. Eftir að hafa reynt það í þessi tvö ár greip hann til þess ráðs að senda bréf til dómara.
Lögfræðingurinn sagði að Reynaldo hefði ekkert reynt að ná í sig. “Ég reiknaði bara með að honum hefði verið sleppt, en hann var ennþá inni. Þetta er fáránlegt!”, sagði Larry.
Fangelsi fyrir að sofa:
Þreyttur námsmaður hefur verið dæmdur í tveggja daga fangelsi fyrir að sofna í réttarsal í Indianafylki í USA.
Danielle Davidson, sem 22 ára keyrði vin sinn í bæinn Richmond þar sem hann átti að fara fyrir rétt vegna kæra um ölvunarakstur. Danielle var uppgefiin eftir að hafa lært fyrir próf síðust þrjá daga og dottaði þessvegna í réttarsalnum.
Dómarinn tók eftir að hún var sofandi og dæmdi hana til tveggja daga fanglesisvistar fyrir að trufla með því að láta fólk fara að hlæja. Hún baðst afsökunar en allt kom fyrir ekki. “Mér finnst nú frekar að fólkið sem hló ætti að fara í fanglesi”, sagði Danielle