Ég varð vitni að mjög skemmtilegu athæfi fyrir 2 árum síðan. Þetta var um 10 bíla hópur og á leið inn í Þórsmörk að vetri til. Einum gæja datt í hug að fá lánaðan Transporter sendibíl frá Heklu til að taka 4 akfeita bandaríkjamenn með en sagðist ætla á Geysi o.fl og fékk bílinn. Hann fór yfir fyrstu sprænurnar án mikilla vandræða, enda búið að fokkin setja þær í rör. Ferðinni var svo heitið að efra vaði jökulsár en rétt áður tók ég fram úr bílnum þar sem hann hafði rekist upp undir og gat komið á pönnuna. Ég var á Econoline 350, 6,9l dísel og á 38", bíllinn hans pabba og kallinn auðvitað með. Ég var svo að rétta bílinn af við vaðið þegar ég sé fólkið hinu megin fórna höndum. Þá var búið að planta transporterinum fyrir aftan mig og ég braut hliðarspegilin. Bíllin var skilinn eftir og haldið áfram og ferðin gekk eins og í sögu þar til heim var haldið. Einhver þurfti að draga drusluna heim og var ökuníðingur hópsins fyrir valinu. Hann setti allt í botn og þurfti á einum stað að fara út fyrir slóðann því skafið hafði ofan í hann og um 50cm barð á báðar hliðar. Eitthvað var Transporterinn ekki með athyglinna í lagi og rauk beint í skaflinn og dróst utan í barðið og sprengdi dekk og rispaði stuðara. Pabbi, sem nú var við stjórnvöldin, vildi ólmur hjálpa og ég og bróðir minn settum vírinn úr spilinu utan um grindarbita. Bíllinn vildi ekki losna og kallinn ákvað að rykkja aðeins en viti menn. Grindarbitinn þaut undan ásamt afturstuðaranum en bíllinn enn á sama stað. Að lokum tókst þeim að fylla bílinn af vatni í einhverri sprænunni. Það síðasta sem ég heyrði var að þeir hefðu ekki brætt úr vélinni en púslað bílnum saman og skilað án þess að láta Heklu vita.
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.