Í byrjun nóvember fékk kona ein í Bandaríkjunum of háan rafmagnsreikning en hann átti að hafa verið svona hár af því að allt rafmagnið fór í hitalampa til að hita heimaræktað marijuana
nágrannans, að sögn lögreglu.

John og Jennifer voru handtekin síðasta laugardag vegna rafmagnsþjófnaðar frá nágrannanum Michsella til notkunar heimilistækja og hitalampana fyrir pottaplönturnar.

Michsella lét orkuveituna vita af því þegar hún fékk tæpann 50.000 kr rafmagnsreikning og sá svo seinna að vír var tengdur í rafmagnstöfluna hennar sem leiddi yfir í næsta hús og lét hún lögregluna vita.

Lögreglan sagði að John og Jennifer höfðu ekkert rafmagn og voru að nota rafmagnið hennar Michsella á öll heimilistækin sín. Marijuana plönturnar uppgvötuðust á fimmtudaginn.

Lögreglan heldur því fram að parið hafi brotist inn í rafmagnstöfluna hjá Michsella áður en hún flutti inn í íbúðina þann 18.sept síðastliðinn.

Talsmaður orkuveitunnar sagði að Michsella er ekki í vandræðum vegna þessa of háa reiknings.

Ákærur á hendur parinu John og Jennifer hljóðuðu upp á þjófnað og eign og ætlun á að selja Marijuana.

John og Jennifer ættu að fá sér ansi góðann lögfræðing

;)