Stöðinni lokað
Muniði eftir parinu sem gerði það í kirkjunni? Þáttastjórnendurnir tveir sem sögðu frá atvikinu í beinni útsendingu standa þessa dagana í stappi við yfirvöld sem fóru eftir vilja 350.000 kaþólikka og létu loka stöðinni.
Engu hefur verið útvarpað síðastliðna tvo daga vegna þessa og eru kaþólikkarnir himinlifandi. Hópurinn hefur einnig óskað eftir skaðabótum en engu hefur verið lofað. Yfirmenn stöðvarinnar og eigendur sitja nú við samningaborðið en líklegt er að þær viðræður eigi engan árangur eftir að bera.
Raunaveruleikaþáttur um nauðganir
Lausaleiksblaðamaður við dagblaðið New Times L.A. var rekinn eftir helgi eftir að hann skrifaði frétt um fórnarlömb nauðgana. Í fréttinni sagði að fórnarlömbin, sem eru öll á táningsaldri, hefðu í samstarfi við NBC planað að gera raunveruleikaþáttinn Survive This!.
Í þættinum tæku þáttastjórnendurnir á móti unglingum sem ættu að verða skilin eftir úti í náttúrunni með dæmdum kynferðisafbrotamönnum.
NBC sagði hinsvegar eftir að greinin var birt að enginn slíkur þáttur væri í framleiðslu og var það staðfest af heimildarmönnum blaðamannsins stuttu seinna.
Fæddi son á klósettinu
Sumar konur fæða á sjúkrahúsi, sumar heima, sumar í sjúkrabifreið eða þá í vatni. Aðrar fæða í klósettinu á Starbucks.
Móðir í Chicago hvílir nú lúin bein eftir að hún fæddi heilbrigðan son á þriðjudaginn var á klósettinu á Starbucks. Drengurinn hefur enn ekki fengið nafn en móðirin heitir Lisabeth Rohlck
Móður og barni heilsast vel þrátt fyrir allt. Það var vaktstjórinn Griffinn Baron sem tók á móti barninu eftir að hann heyrði hróp á hjálp. “Fjórum mínútum síðar var barnið farið að gráta,“ var haft eftir honum.
Drekkti félaga sínum
Maður frá Highwood var fluttur í gæsluvarðhald eftir að mæta fyrir dómara á mánudaginn var. Maðurinn er ákærður fyrir að drekkja félaga sínum og ákveðið hefur verið að manninum verði ekki sleppt nema gegn 2 milljón dala tryggingu.
Mennirnir voru saman að veiða við tjörnina í Highland Park þegar rifrildi hófst á milli þeirra vegna ágreinings um það hvenær skyldi halda heim á leið. Mennirnir eru báðir á besta aldri, annar 37 ára en hinn fertugur.
Atvikið átti sér stað á laugardagseftirmiðdegi en líkið fannst síðla á sunnudaginn. Að sögn lögreglu hélt hinn ákærði höfði félaga síns undir vatnsyfirborðinu í dálitla stund þar til hann hreyfðist ekki meir. Hann tók þá 25 dali úr vasa hans og fór.
Síðustu klukkustundirnar
Anthony Hilton skilaði inn ritgerð á mánudagsmorgni, tveimur dögum síðar hné hann niður á fótboltaæfingu og lést.
Ritgerðin sem hann skilaði inn fjallaði um hvernig hann myndi eyða síðustu 24 klukkustundunum í lífi sínu. Verkefnið hefur lengi verið við lýði í Lee háskólanum hjá James Durham enskukennara.
Í ritgerðinni sagði Hilton frá því að hann myndi eyða síðustu klukkustundunum með fjölskyldu sinni og allra síðasta klukkustundinni myndi hann eyða á spjalli við Guð.
Má ekki sjást í nærfatnað
Verslunareigandi nærri Cincinnati neitar að afgreiða viðskiptavini þegar að það sést í nærfatnað þeirra. Viss hópur fólks á síðustu árum hefur verið með buxurnar á hælunum og þannig sést í nærfatnað. Nú er komin hópur kvennfólks sem er farin að taka upp svipaða siði, þó ekki með buxurnar á hælunum, heldur eru buxurnar með það lágum streng að g-strengurinn kemur upp úr sagði Linda Keppler sem á verslunina. Það er svo bara mín lög sem ráða hér inni segir Linda og ég vil ekki að það sjáist í nærfatnað.
Eftir að viðskiptavinur fór að spyrjast fyrir um afhverju honum var neitað um þjónustu í versluninn setti Linda upp skilti áður en fólk kemur inní verslunina og þar segir: ”Keep your pants up and your underwear out of sight or no service.“
<a href=”http://www.rusl.is/">Rusl.is</a> á þessar heimildi