Íslandssaga:
Sp. Hvenær og hvernig lauk ævi Jóns Eiríkssonar?
Sv. Hann var á leiðinni heim og þegar hann var að fara yfir vatn þá bað hann
bílstjórann að stanza og hann steypti sér í vatnið og varð strax
meðvitundarlaus og þetta var árið 1762.

Bókmenntir:
Sp. Skýrðu orðasambandið “tungu geymdu þína”
Sv. Það þýðir að maður eigi ekki að gretta sig og reka út úr sér tunguna.

Tvær málfræðispurningar:
Sp. Segið hvaða háttur felur í sér ósk eða bæn.
Sv. Faðir vorið.

Sp. Hverjar eru tíðirnar?
Sv. Nútíð - þátíð - núliðin tíð - framliðin tíð - skilnaðartíð -
þáskilnaðartíð

Og smá náttúrufræði:
Sp. Hvað er tegund?
Sv. Sérstök ættkvísl úr ættkvísl ættar.

Sp. Hvað er steingervingur?
Sv. Steingervingar verða til á þennan hátt; þeir verða til á þann hátt að
það eru steinar sem varðveitast í jörðu, þeir myndast í jörðu svona smám
saman og verða smám saman að steingervingum.

Sp. Nefnið lög jarðarinnar
Sv. -Að halda jörðinni hreinni
(Skýring prófdómara: Virðist vera smá misskilningur á orðinu LÖG!!)

Sp. Lýsið leið árinnar að sjónum
Sv. Árarnar láta bátinn sigla á sjónum þannig að hann kemstáfram.

Og aðeins meiri Íslandssaga:
Sp. Hvað var Jörgen Jörgensen oft kallaður?
Nokkur Svör:
-12 sinnum
-5 sinnum
-7sinnum
-9 sinnum
(Athugasemd prófdómara: Var ekki spurt hvað hann var oft kallaður? Ekki hvað
hann var oft nefndur á nafn!)

Sp. Fyrir hvað var Bríet Bjarnhéðinsdóttir þekktust?
Sv. Hún var dóttir Eiríks rauða.

Og að lokum nokkrar spurningar og góð svör í kristinfræði:
Sp. Hver er upprunalega fyrirmyndin að alþjóðlega jólasveininum eins og við
þekkjum hann í dag?
Sv. Nikulás gaf krökkunum nammi sem stóðu sig vel í prófum, en flengdi og
skammaði hina sem nenntu ekki að læra.

Sp. Hver var Gabríel og hvað átti hann að gera?
Sv. Frelsari og hann þurfti ekkert að gera vegna þess.

Sp. Hvað boðaði Jóhannes skírari
Sv. Engisprettur og villihunang.
(Athugasemd prófdómara: “Það er spurt um BOÐAÐI en ekki borðaði!”)

Sp: Hvað gerðist við “Síðustu kvöldmáltíðina”?
Sv: Jesú var hjá 12 lærisneiðum.
(Athugasemd prófdómara: “Var hann ekki með 12 læriSVEINUM?”)

Sp. Hvað er það sem ekki er hægt að kaupa fyrir peninga?
Sv. Að vera kysstur góða nótt.
————————————-
No guts, no glory