Sex fullorðnar kindur frá Ytri-Neslöndum hröktust á dögunum í Mývatn þar sem heitir Grunnavík við Dauðanes og fórust ærnar allar. Staðurinn er syðst á Neslandatanga skammt frá Teigasundi þar sem fljóta saman Ytri og Syðri Flói vatnsins. Mývatn er allt ísilagt síðan 26. október en ísinn er viðsjárverður svo sem þetta dæmi sannar.
Þær systur Álfdís og Stefanía Stefánsdætur höfðu haldið fé sínu til beitar á Dauðanesi daglangt að undanförnu, svo sem venjulegt er á þessum tíma árs. Þegar fjárskaðinn uppgötvaðist fóru þær strax með dráttarvél og sóttu skrokkana sem þá voru harðfrosnir við ísinn á víkinni.

Óvanalegt er að fé farist með þessum hætti í Mývatni, hitt ber við að Neslandabændur missa fé ofan um ótryggan haustís á óteljandi tjörnum á Tanga.

Einhverju sinni missti Stefán Axelsson faðir þeirra systra 30 kindur niður um ótryggan tjarnarís en náði þeim öllum lifandi á land.
Heimildir: <a href="http://www.mbl.is“>Mbl</a>
——————- –
Maður nokkur í New York í var stöðvaður af lögreglunni ölvaður á bifreið sinni með sögulegt magn áfengis í blóðinu. Lögreglan átti bágt með að trúa áfengismælinum því að venjulegir menn ættu í raun að vera dauðir ( og þá erum við ekki að tala um áfengisdauða ) með slíkt magn áfengis í blóðinu. Honum tókst hinsvegar einhvern veginn að keyra bíl sinn án teljandi vandræða en var að lokum stöðvaður af lögreglu. Maðurinn var að sjálfsögðu kærður og mætti fyrir rétt í síðustu viku. Sumir hefðu kannski látið sér þetta að kenningu verða en svo var ekki með þennan blessaða mann. Hann mætti nefnilega blindfullur í réttarsalinn og átti erfitt með að tala þegar að dómarinn var að spyrja hann spurninga, hann var þvöglumæltur og endaði svo á því að æla í réttarsalinn. Dómarinn svipti hann ökuréttindum ævilangt án möguleika á endurskoðun.
Ef menn geta ekki mætt edrú í réttarsalinn þar sem er verið að dæma í ölvunarakstursmáli þeirra, eiga þeir ekki að fá að keyra bíl…………þvílíkur fáviti !

Heimildir: <a href=”http://www.velkomin.is/70min">70 mínútur</a