.McManaman til Ítalíu? |7.11.2002|AA|
Fabio Capello, stjóri AS Roma á Ítalíu, hefur staðfest áhuga sinn á sóknarmanninum Steve McManaman hjá Real Madrid og segist hafa mikinn áhuga á að fá hann til félagsins.
McManaman hefur ekki verið í náðinni á Bernabeu undanfarnar tvær leiktíðir og hafa forráðamenn liðsins ekkert verið að halda því leyndu að hann sé falur, enda einn af tekjuhæstu mönnum liðsins með rúmar þrjár milljónir punda í vikulaun. Líklega eru Real menn tilbúnir að losa Macca fyrir lítinn pening þar sem samningur hans rennur út eftir rúmt ár og einnig til að létta á laungreiðslum hjá félaginu.
Roma gæti hugsanlega fengið harða samkeppni um þjónustu McManaman þar sem Inter á enn inni rúmar sex milljónir punda hjá Real Madrid fyrir söluna á Ronaldo í sumar og var rætt um það á sínum tíma að hugsanlega yrði restin borguð með leikmanni, annaðhvort Steve McManaman eða Santiago Solari.
Síðast þegar ég vissi var hann Miðjumaður. En mesta snilldin er vikulaunin sem gras.is segir að hann sé með. 3 miljónir punda það er ekki slæmt eða rétt um 430 milljónir íslenskra króna á viku
Þetta er að mínu mati þvílíkt sorp sko.
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.