Afsláttur dauðans
Þýskur apótekari lenti heldur betur í vandræðum á dögunum þegar hann auglýsti sérstakt HM tilboð á Adidas vörum í apóteki sínu. Fyrir leikinn Þýskaland-Saudi Arabía auglýsti apótekarinn að fyrir hvert mark sem að yrði skorað í leiknum myndi hann gefa fimm prósent afslátt af öllum Adidas vörum hjá sér. Þýska liðið er ekki þekkt fyrir að spila mikinn sóknarbolta og skora oftast fá mörk í leikjum sínum og hann var búinn að gera ráð fyrir því að þurfa í mesta lagi að gefa fimmtán prósent afslátt ( 3 mörk ) sem að hefði verið í lagi. En honum leist ekki á blikuna þegar staðan var orðin 4-0 í hálfleik og eins og allir muna þá endaði leikurinn 8-0. Það þýddi fjörutíu prósent afslátt og nú streyma hinir nísku Þjóðverjar í apótekið til hans og rífa út sjampó, body lotion, svitalyktareyða, rakspíra og raksápur frá Adidas á fjörutíu prósenta afslætti. Apótekarinn sagðist nú ekki vera að fara á hausinn en hann væri vissulega að borga með vörunum á meðan á tilboðinu stendur sem að er heil vika. Hann gerði líka þau reginmistök að auglýsa ekki að tilboðið stæði á meðan birgðir endast, þannig að hann þarf að kaupa meira og meira inn af vörum þessa viku sem tilboðið stendur.