Haldnar verða einungis tvær forkeppnir í ár
  • Sú fyrri þann 25. janúar
  • Sú seinni 26. janúar
Keppnin verður í ár með örlítið breyttu sniði en verið hefur undanfarið. Í hvorri forkeppninni keppa aðeins 6 lög og þrjú komast áfram í úrslit. Auk þess hefur dómnefndin vald til að hleypa einu lagi til viðbótar í úrslitin ef ástæða þykir til. Því verða sex eða sjö lög í úrslitum í ár.
 
Úrslitakvöldið sjálft verður 2. febrúar í Hörpu en eins og venjulega gildir símkostning helming á móti dómnefnd. Að lokum keppa tvö stigahæstu lögin innbyrgðis og þá ráðast úrslitin í hreinni símakostningu.

Lögin sem taka þátt í ár eru:

 

Augnablik  
Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson   Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir 
 
Ég á líf  
Lag og texti: Örlygur Smári og Pétur Örn Guðmundsson
 
Sá sem lætur hjartað ráða för  
Lag: Þórir Úlfarsson Texti: Kristján Hreinsson 
 
Þú  
Lag og texti: Davíð Sigurgeirsson 
 
Vinátta  
Lag og texti: Haraldur Reynisson 
 
Ekki líta undan  
Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson  Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir
 
Kem til þín  
Lag og texti: María Björk Sverrisdóttir
 
Lífið  
Lag: Hallgrímur Óskarsson  Texti: Bragi Valdimar Skúlason
 
Ég syng!  
Lag: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson og Ken Rose  Texti: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson og Hulda G. Geirsdóttir
 
Til þín  
Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson  Texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Ágúst Ibsen
 
Meðal andanna  
Lag: Birgitta Haukdal, Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir og Jonas Gladnikoff  Texti: Birgitta Haukdal, Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir, Michael James Down og Primoz Poglajen
 
Hjartað  
Lag: Hallgrímur Óskarsson  Texti: Hallgrímur Óskarsson og Al Hicklin
Sviðstjóri á hugi.is