Nú þegar innan við mánuðu er til úrslita í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer áhugamálið að iða af lífi. Þá fara notendur á fullt með spurningar, spekúleringar og fleira um keppnina góðu. Í ár ætlum við stjórnendur heldur betur ekki að halda okkur til hlés heldur ætlum við að auka flæði efnis inn á áhugamálið jafnt og þétt fram að kepninni. Til að þið kæru Hugarar getið orðið ennþá virkari læt ég fylgja með gróflega áætlun um hvenær nýtt efni frá stjórnendum sé væntanlegt.
Fylgist spennt með! :)
- Fyrr í dag setti ég inn glæslega niðurtalningu fyrir keppnina. Auk þess er grein okkar stjórnenda áhugamálsins þar sem við dæmum lögin úr fyrri forkeppninni birt í kvöld.
- N.k. föstudag, þann 4. maí verður fyrsta Eurovision triviað birt.
- Þann 11. maí verður grein stjórnenda áhugamálsins með dómum fyrir lög úr seinni forkeppninni auk forgangslandanna birt. Auk þess verða niðurstöður og lausnir úr trivianu birtar.
- Þann 18. maí verður nýtt Eurovision trivia birt.
- Auk þess fer allt á fullt síðustu vikuna fyrir keppnina. Við munum telja niður með skemmtilegu efni s.s. grein með eftirminnilegustu lögunum úr keppninni frá 2000 - 2010 og skemmtilegu efni úr eldri keppnum. Svo að sjálfssögðu verður líka niðurstöður og lausnir úr seinna trivianu birtar fyrir keppnina.
- Þar til viðbótar verðum við dugleg að uppfæra "skemmtilegt efni" kubbinn.
Fylgist spennt með! :)
Sviðstjóri á hugi.is