Eurovision Getraun 2
7. febrúar – 21. febrúar 2007


Hámarksfjöldi stiga sem hægt er að fá úr þessari spurningakeppni eru 20 stig.

1.
Hvaða tvö íslensku framlög til Söngvakeppninnar hafa verið samin af Valgeiri Guðjónssyni (fyrrum Stuðmanni)? (2 stig)

2.
Hve oft hefur Noregur sigrað Söngvakeppnina og hvaða ár? (2 stig)

3.
Hvaða land tók þátt í sinni einu keppni árið 1980, og á hvaða tungumáli var lagið? (2 stig)

4.
Var haldin forkeppni á Íslandi árið 1995, já eða nei? (1 stig)

5.
“Cente di Mare” með Umberto Tozzi og Raf er orðið heimsfrægt sem ástarlag, og m.a. hér á Íslandi. En færri vita þó að þetta lag tók eitt sinn þátt í Söngvakeppninni. Hvaða land tefldi fram þessu lagi og hvaða ár? (2 stig)

6.
Hvaða heimsþekkta bandaríska leikkona flutti breska framlagið árið 1974, og hvað hét lagið? (2 stig)

7.
Hvaða þingmaður hefur kynnt íslensku forkeppnina og hvaða ár? (3 stig)

8.
Hvað er lágmarksaldur fyrir þátttöku í Söngvakeppninni? (1 stig)

9.
Hverjir fluttu breska framlagið árið 1997 (sem sigraði söngvakeppnina), og hvaða heimfræga sumarsmell áttu þessir flytjendur árið 1985? (3 stig)

10.
Hvaða land hefur núna keppt lengst í Söngvakeppninni án þess að hafa sigrað? (2 stig)

Bannað er að pósta svör í álit. Þau svör verða ekki tekin gild og verður eytt um leið og til þeirra sést.
Svörin skal senda til Ultravox, smellið >>HÉR<<. Ekki er skylda að svara öllum spurningum, en aðeins einu sinni er leyft að senda inn svör (nema annað sé ákveðið).

Stigin verða talin saman innan við viku eftir að triviunni lýkur.

Ef villa leynist í getrauninni, þá má pósta ábendingum í álit.

Kv. Ultravox.