Norðmenn ákváðu að bæta Afríku við í Eurovision þetta árið og völdu lagið Haba Haba með Stellu Mwangi! Stella er 24 ára, en hún fæddist í Nairobi í Kenýa og flutti til Noregs þegar hún var 4 ára. Hún er þekkt og vinsæl söngkona í Kenýa og hefur átt þar lög á vinsældarlistum.
Lagið Haba Haba sigraði með yfirburðum á laugardaginn í norsku úrslitakeppninni, Melodi Grand Prix, og er núna á toppi vinsældarlistans í Noregi. Það hefur svona afrískan takt, sérstaklega viðlagið. Ég komst að því Haba haba, hujaza kibaba sem er á Swahili (viðlagið), þýðir: A journey of a thousand miles begins with a single step. Ég elska þetta lag og ég get ekki beðið eftir að kjósa það í undankeppninni 10.maí, því við erum í sömu keppni og Noregur :D
Hér er myndband af Stellu að syngja lagið eftir að hún er búin að vinna: http://www.youtube.com/watch?v=3Dq0ImUKLSQ