
Hann er rosa vinsæll í Svíþjóð og var að gefa út sína fyrstu plötu, Masquerade, en meðal laganna sem þar eru er Manboy, lagið sem hann söng í Melodifestivalen. Svo er Break Of Dawn og titillag plötunnar, Masquerade, bæði mjög flott lög og myndböndin við þau eru svona ástarsaga, eitt er beint framhald af hinu. Ég mæli með að þið kíkið á þau á youtube og byrjið á Break Of Dawn :) Myndin er einmitt úr myndbandinu við það lag.