Í ár verður í fyrsta sinn haldin á Íslandi undankeppni fyrir alþjóðlegu hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle. Wacken er nafnið á litlum smábæ í Norður-Þýskalandi sem á hverju sumri umturnast í einn allsherjar risa þungarokksbæ þegar Wacken : Open : Air hátíðin er haldin. Fyrstu helgina í ágúst þjarka þar inn fyrir bæjarmörkin 70.000 gestir hvaðanæva úr heiminum til að hlusta á kanónur þungarokksins spila. Í ár er svo komið að hátíðin verður haldin í 20. skiptið og því verður mikið um dýrðir.
Á síðustu árum hafa skipuleggjendur hátíðarinnar gefið fjöldanum öllum af ungum og efnilegum hljómsveitum tækifæri til að koma og spila á þessari hátíð. Í því skyni settu þeir á laggirnar hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle árið 2004. Sigursveit keppninnar hlýtur m.a. að launum hljómplötusamning fyrir allan heiminn, magnara, trommusett og fullt af öðrum græjum og auðvitað heiðurinn af því að spila að ári fyrir mörg þúsund manns á mun betri stað í prógramminu á þessari hátíð. Þeim er auk þess boðið að spila á hinum ýmsum undankeppnum næstu Metal Battle keppni út um allan heim!
Einn stærsti þungarokksviðburður ársins
Til þess að gera þetta að enn stærri viðburð en þegar er, verður haldið sérstakt pre-party daginn fyrir keppnina, eða 17. apríl. Þar koma saman 5 af frambærilegustu þungarokkssveitum landsins til þess að hita upp fyrir keppnina daginn eftir. Sjálf undankeppnin verður s.s. haldin 18. apríl en bæði kvöldin verða haldin á Dillon Sportbar í Hafnarfirði.
Það er líklega ekki vanmat að segja að þessi viðburður sé einn stærsti þungarokksviðburður ársins (sem ekki inniheldur erlenda artista), ef ekki sá stærsti. Það er ekki á hverjum degi sem íslenskar þungarokkssveitir munu koma fram á Wacken Open Air, virtasta og stærsta þungarokksfestivali heims eins og verður einmitt afleiðing þessarar keppni.
Keppniskvöldið
Þær sveitir sem taka þátt í Metal Battle kvöldinu voru valdar af dómnefnd úr innsendum umsóknum og koma fram í þeirri röð sem þær eru hérna (efsta sveitin spilar síðast):
Diabolus
Severed Crotch
Perla
Gone Postal
Celestine
Beneath
Wistaria
Laugardagurinn 18. apríl
Húsið opnar 18:00 - Byrjar 18:30
Ekkert aldurstakmark!
Miðaverð: 1000 í forsölu - 1.300 við hurð
Metal Battle Pre Party kvöldið
Changer
Agent Fresco
Munnriður
In Siren
Carpe Noctem
Föstudagurinn 17. apríl
Húsið opnar 21:30 - Byrjar 22:30
18 ára aldurstakmark
Miðaverð: 1000 í forsölu - 1.300 við hurð