Fyrirgefðu! Dansatriði, hreyfingar jafnvel líkamsbeiting.
Því miður virðist hin ágæta íslenska tunga, sem er í talsverðu uppáhaldi hjá mér, ekki vera mjög vel til þess fallin til að lýsa þeim hreyfingum sem skemmtikraftar nútímans nota við störf sín. Það kemur kannski ekki á óvart að ekkert af þeim íslensku orðum sem mér datt í hug yfir hið enska hugtak nær að fanga það sem ég hefði viljað. Íslensk tunga hefur þróast í samfélagi sem til langs tíma samanstóð mestmegnið af bændum sem ég efast um að hafi getað ímyndað sér margt af því sem sást á sviðinu í Helsinki í gær.
En takk fyrir ábendinguna. Þetta var ljót íslenskun á slettu hjá mér og ég skal reyna að vanda betur málfarið og orðanotkun næst ;)
Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.