Al Bano & Romina Power var ítalskur dúett sem samanstóð af fyrrum hjónunum Albano Carrisi frá Ítalíu (f. 20. maí 1943) og Romina Francesca Power frá Bandaríkjunum (f. 2. október 1951). Þau voru gift á árunum 1970-99, en skyldu í kjölfar persónulegra erfiðleika sem rakið er til hvarfs elstu dóttur þeirra árið 1994.
Al Bano og Romina eiga hvort um sig og saman langar feril að baki í tónlistinni, og hafa samanlagt gefið út hátt í 50 plötur. Voru þau afar vinsæl í Evrópu, sér í lagi á Ítalíu og í Þýskalandi.
Tenging þeirra við Evróvision:
Þau tóku tvisvar þátt fyrir hönd Ítalíu í Evróvision:
* 1976 með laginu We'll live it again (Io rivivrei) (sungið á ensku og ítölsku), niðurstaða: 7. sæti (69 stig).
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=4H8LTF1cSnk
* 1985 með laginu Magic, oh magic (sungið á ítölsku), niðurstaða: 7. sæti (78 stig).
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=kBu05uFX5ag
Einnig tóku þau nokkrum sinnum þátt í San Remo keppninni á Ítalíu, og unnu hana 1984 með laginu Ci Cara (lagið úr því lagi er uppistaðan í jólalaginu Þú og ég í flutningi Höllu Margrétar og Eiríks Haukssonar).