Johnny Logan (Séan Patrick Michael Sherrard), f. 13. maí 1954 í Ástralíu.
Helstu afrek í Eurovision (í tímaröð):
1980
Flutti lagið What's another year?, sem samið var af Shay Healy. Lagið vann Söngvakeppni evróskra sjónvarpsstöðva, sem haldin var þetta árið í Haag í Hollandi.
Lagið var kosið 12. besta framlag söngvakeppninnar frá upphafi á sérstakri afmælishátíð söngvakeppninnar árið 2005.
1984
Samdi lagið Terminal 3, sem flutt var af Lindu Martin. Lagið varð í 2. sæti í söngvakeppninni, sem að þessu sinni var haldin í Lúxemborg, og varð rétt á eftir framlagi Svía.
1987
Samdi OG flutti lagið Hold me now.
Lagið sigraði söngvakeppnina (sem það ár var haldin í Brüssel í Belgíu) með yfirburðum, og Johnny Logan varð fyrsti söngvarinn til að sigra söngvakeppnina tvisvar (og stendur metið enn).
Lagið var kosið 3. besta framlag söngvakeppninnar frá upphafi á sérstakri afmælishátíð söngvakeppninnar árið 2005.
1992
Samdi lagið Why me?, sem flutt var af Lindu Martin. Lagið sigraði söngvakeppnina, sem haldin var í Malmö í Svíþjóð.
Hann tók einnig þátt í írsku forkeppninni árin 1979, 1985, 1986, 1991, 2004 og 2005; ýmist sem flytjandi eða lagahöfundur.